15.6.2007 | 09:20
Að njóta stundarinnar - þegar hún gefst
Já, það hefur svo sannarlega leikið við mig þetta líf þessa undan gengnu viku. Krakkarnir fóru í frí til "hinna" sl. föstudag og höfum við því verið bara tvö ein í kotinu þessa vikuna.
Ég hef komist að því að fólk sem á ekki börn það þarf ekkert að gera nema stundum. Allt í einu hætti þvotturinn að vaxa upp úr gólfunum á Suðurgötunni, það hefur enginn verið þar sísvangur og það er hægt að hlusta á þögina.
Við hjónin höfum notað þessa viku vel, skellt okkur í fjöruna að veiða, farið í gönguferðir, gert ekki neitt og legið í sólbaði þess á milli. En nú er komið gott. Mikið hlakka ég til að fá börnin mín heim í kvöld. Stefnan hefur verið tekin á fyrstu útilegu sumarsins og í kvöld verður eldað kaffi að hætti Skírnis. Það er hitað vatn sett í það kakó og borðaðar kringlur eða kleinur. Þessar stundir í fellihýsinu eru okkar eftirlætisstundir og við ætlum að nota okkar hluta sumarins með börnunum okkar til hins ýtrasta.
Það er gott að vera barnlaus stundum en það jafnast ekkert á við það að eiga börn og það nokkur. Og ekki er verra að eiga frábæran maka til þess að deila þessu öllu með. Það er jú ekki sjálfgefið að það gangi upp. Hvað þá smellpassi eins og í okkar tilfelli.
Í dag svíf ég á mínu bleika skýi yfir fögrum Skagafirði, lífið er ljúft lífið er dásamlegt og ég er heppin.
Ég skora á ykkur bloggverjar góðir að njóta stundarinnar þegar hún gefst. Enginn veit hvaða farangur morgundagurinn dregur með sér. Lifum í dag, njótum í dag og þökkum fyrir það sem við eigum.
Sveitastelpa í sæluvímu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 09:33
-Þess vegna eiga sumir menn menn elskan mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2007 | 08:53
Gunnar Braga í varaformanninn
Já nú lýst mér á það fá Skagfirðing sem varaformann Framsóknarflokksins. Fá Húnvetning sem formann Vinstri Grænna, Vestfirðing sem formann Samfylkingar og það er Vestfirðingur formaður Frjálslynda flokksins og fá síðan Vestlending sem formann Sjálfstæðisflokks.
Áfram Norðvestur kjördæmi......
Nei svona að öllu grini slepptu þá segi ég bara áfram Gunnar Bragi hef trú á þér í þetta embætti. Það er tímabært að gefa þeim frí sem ekki hafa staðið sig og leita eftir nýju blóð og þá af þeim slóðum þar sem flokkurinn stendur sterkur. Hvar er hann sterkari en einmitt í Skagafirði?
Guðni, Gunnar Bragi og Birkir Jón og Siv sem formaður þingflokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2007 | 10:15
Guðni formaður og hvað svo
Guðni Ágústsson er orðin formaður Framsóknarflokksins og verður spennandi að sjá hvað hann gerir í stöðunni.
Það er ljóst að flokkurinn er í tilvistarkreppu enda hefur hann étið sjálfan sig upp innan frá síðast liðin ár og ljóst að gera þarf ærlega vorhreingerningu, henda úr rusli og byrja að nýju.
Held að Guðni sé rétti maðurinn í verkið og komi Siv honum til aðstoðar verða þeim allir vegir færir. Nú eða jafnvel Maggi Stef. Tel að það þurfi að gefa gamla Halldórs arminum frí og það langt frí.
En þetta er bara skoðun fyrrverandi framsóknarmanns og þarf ekki á nokkurn hátt að endurspegla skoðanir þeirra sem í dag telja sig til framsóknarmanna þó þeim fara ört fækkandi.
Sendi mínum gömlu félögum og þá sérstaklega hinum ekta framsóknarmönnum baráttukveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 15:24
Strákarnir í sveitinni - Leiðari Feykis í síðustu viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 18:05
Rakst á þetta á netinu
Ég rakst á þetta á netinu og fannst textinn eiga við margt sem gerst hefur í kringum mig síðustu vikur.
Áfallið er þungt en i því felst gjöf. Ég veit að ég tek sterkt til orða, jafnvel harkalega, en sannleikurinn er sá að aðeins vitundin um dauðann gerir okkur ljóst hvað lífið er í raun og sann. Þegar þú stendur á brúninni og hugleiðir stórfengleika þess þá veistu í raun hvert gildi það hefur fyrir þig. Og aðeins af brúninni færðu séð það allt þarna blasir það við, jafn skelfilegt og það er fagurt.
Sum okkar koma að brúninni snemma, önnur seint; sum okkar munu koma alveg fram á brúnina og hörfa margsinnis til baka, en á endanum er það ekki okkar að velja. Á endanum verður hvert og eitt okkar að taka flugið.
Ég hef lært að nema staðar af og til og íhuga hvað mér þætti um líf mitt ef ég ætti að deyja á morgun. Það kann að hljóma undarlega en mér finnst það gott vegna þess að það heldur mér í snertingu við einhvers konar sannleika. Það hefur kennt mér að það sem ég sé eftir er það sem ég lét ógert orð sem ég sagði ekki og tækifæri sem ég lét ganga mér úr greipum. Að sjá brúninni bregða fyrir er áminning um þann fjársjóð sem lífið er.
Það er erfitt að fara alveg niður á botn gjárinnar, vegna þess að þú getur í rauninni aðeins farið þangað einsömul. En ef þú neyddist ekki til að fara myndirðu aldrei komast að því hversu mun bjartar stjörnurnar skína þar niðri, hversu mun nær þær virðast þegar myrkrið er algjört. Haltu fast í sýn þína á stjörnurnar. Það er gjöf. Gráttu eins mikið og þú þarft, talaðu við fólk eins mikið og þú þarft og vertu hljóð og róleg þegar þér líður þannig. Láttu engan segja þér að þú skulir örvænta eða örvænta ekki. Þú getur ekki brugðist við á rangan hátt. Mundu bara eftir stjörnunum. Þær eru þínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 16:50
Félag rauðhærðra kvenna
Mér finnst stundum eins og það hafi verið í gær að ég fékk litla gargandi rauðhærða stúlku í fangið. En núna á sunnudaginn verða 10 ár síðan. Þar sem ég starði hugfangin á það fallegasta barn sem ég hafði séð sagði fæðingarlæknirinn. Það er fædd stúlka, hún er rauðhærð, er þér alveg sama? Furðulostin starði ég á manninn. Þú hefur tekið eftir því hvernig ég lít út? Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að verða móðguð eða bara brjáluð. Þá sagði hann mér að tveimur vikum áður hefði fæðst rauðhærður drengur og móðirin hefði helst viljað fá að skila honum. Já það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera rauðhærður og það hélt ég að hún dóttir mín ætti að fá að upplifa með sínum fyrsta andardrætti í þessum heimi. Nú 10 árum síðar eru uppi breyttir tímar. Rautt hár er í tísku og nýlega var stofnað félag rauðhærða kvenna. Hver veit nema við mægður eigum eftir að skrá okkur í þann ágæta félagskap enda rauðhærðar báðar og stoltar af því. En mér hefur oft verið hugsað til litla drengsins með fallega hárið. Vonandi verður einhverntíma stofnað félag fyrir hann líka. Jafnrétti fyrir alla - líka rauðhærða J
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2007 | 18:56
Ef ég hefði unnið fréttina um Landsvirkjun
Hefði ég spurt Jón Sigurðsson hvort það væru hans rök að enginn ætti að vera lengur en 10 ár í stjórn því þá væri kominn tími til þess að skipta.
Nei annars ég hefði ekki þurft þess hann sagði það maðurinn. Það sem mig langar að fá að vita í framhaldinu er því hvort þetta hafi verið yfirlýsing frá flokksformanninum um að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur taki sér frí næstu fjóru árin?
Áhugaverður punktur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2007 | 10:28
Ein lítil dæmisaga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 11:50
Skrítinn vika
Þetta er búin að vera skrítin vika en hún amma Binna kvaddi okkur á miðvikudaginn. Amma Binna var amma hans Kalla 95 ára unglingur sem allt fram á hið síðasta var svo kvik, hlý og yndisleg.
Við sátum hjá gömlu konunni síðustu dagana og fyrir að hafa geta það verð ég alltaf þakklát en jafnframt var þetta erfið, ljúf, tilfinningarík, ný lífsreynsla.
Starfrsfólkið á sjúkrahúsinu var í einu orði sagt yndislegt. Þau leiddu okkur í gegnum atburðarásina, leiðbeindu okkur, önnuðust gömluna okkar, og okkur, af einstakri hlýju og alúð. Þessu fólki verður seint þakkað.
Elsku amma Binna skarðið er stórt en þinn tími var kominn og eftir sitjum við með þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig að.
Við ykkur hin segi ég verum dugleg að faðma hvort annað og okkar nánustu, við vitum aldrei hvenær það verður of seint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)