16.4.2007 | 11:32
Hlíðin fagra er enn á sínum stað
Hlíðin kom niður í heilu lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2007 | 14:58
Skítugur morgun
Eyddi morgninum í aur og bleytu við að vinna fréttir og taka myndir af flóðinu úr Nöfunum í morgun. Bendi á myndir sem má finna hér
Þetta var stórt flóð og enn sem komið er engin leið á átta sig á því hversu mikið tjónið er en ljóst að það hleypur á tugum milljóna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2007 | 10:50
Að láta verkin tala
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það verður kosið til alþingis eftir tæpan mánuð. Frambjóðendur keppast við að selja sig og málefnin og allir hafa lausnina einu sönnu.
Vandi landsbyggðarinnar er mikið í umræðunni og frasar eins og störf án staðsetninar og uppbygging landsbyggðarinnar hljóma á öldum ljósvakans. Sjálf starfa ég í fyrirtæki sem annast hönnun og prentun og ég veit að það eru fleiri slík á landsbyggðinni. Þessi fyrirtæki eiga þó undir högg að sækja og því miður er það svo að landabyggðarfólk sækir þessa þjónustu oft á tíðum til Reykjavíkur.
Stóru flokkarnir eru allir með svokallað "miðstýrt kosningakerfi" kerfi sem sér um helstu útgáfumál, hönnun og útlit. Kerfi sem eyðir öllu sínu fjármagni á höfuðborgarsvæðinu. Baráttan um störf án staðsetninga og sú fullyrðing að hægt sé að vinna margvísleg störf um land allt gæti því hafist með því að flokkarnir sjálfir tækju þá ákvörðun að styðja við bakið á atvinnuvegum úti á landi með því að láta framleiða allt kosningaefni á auglýsinga- og prentstofum á landsbyggðinni. Ég er ekki frá því að það gæti kallast að láta verkin tala!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 11:46
Hroki höfuðborgarfjölmiðlamanna
Ég hef upp á síðkastið aðeins verið í sambandi við kollega mína úr höfuðborginni. Fyrir viku hringdi í mig fjölmiðlamaður af ónefndri stöð og bað mig að koma sem álitsgjafa í kjördæma þátt. Hann vissi að ég var staðsett í Skagafirði, hann vissi að stöðin hans var búin að fjalla um norðvesturkjördæmi, HANN VISSI EKKI AÐ SKAGAFJÖRÐUR TILHEYRIR EKKI NORÐAUSTURKJÖRDÆMI, mér var til þess að byrja með skemmt yfir þessu en síðan kom næsta símtal.
Fjölmiðlamaður að biðja mig um mitt álit, ekki málið enda get ég blaðrað út í eitt. Síðan sagði hann við mig í föðurlegum tón. "Ég byrjaði nú líka á héraðsfréttablaði. þetta er góður stökkpallur"
Sjálf byrjaði ég á vinsælu tímariti og fékk tilboð frá sjónvarpsstöð en afþakkaði það til þess að flytja aftur noður í land og fara að vinna á Degi sáluga.
Það er nefnilega ekki allir haldnir þeirri þörf að búa á höfuðborgarsvæðinu. Ég lít á það sem forréttindi að geta búið úti á landi með öllum þeim fríðindum sem því fylgir. Ég valdi að búa ekki í Reykjavík því mér líkaði það ekki. Ég valdi að ala börnin mín upp í nálægð við náttúruna og sveitina. Ég þarf ekki að nota vinnu mína hér sem stökkpall til Reykjavíkur því ég notaði Reykjavík sem stökkpall til þess að fá vinnu við mitt hæfi úti á landi.
Ég skora á fjölmiðlamenn stóru miðlanna að eyða tíma úti á landi. Koma og upplifa hvað er hér að gerast og kynnast þeim frumkrafti sem býr í brjósti okkar landsbyggðarmanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.4.2007 | 09:11
Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot
Já, þetta söng Ómar Ragnarsson og við þetta vaknaði ég í nótt. Hafði reyndar áður rumskað við það sem ég áleit vera jarðskjálfta en síðan vaknaði ég við þrumuskot. Já hinum körfuboltasinnaða eiginmanni mínum dreymdi í nótt að hann væri að spila fótbolta og á einhvern óskiljanlegan hátt varð ég boltinn
Jæja hringir skólinn og ég Þarf að rjúka eitt stykki veikt barn á leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2007 | 08:40
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)