Skrítinn vika

Heimsókn til Binnu 10.febrúar 2007 005Þetta er búin að vera skrítin vika en hún amma Binna kvaddi okkur á miðvikudaginn. Amma Binna var amma hans Kalla 95 ára unglingur sem allt fram á hið síðasta var svo kvik, hlý og yndisleg.

Við sátum hjá gömlu konunni síðustu dagana og fyrir að hafa geta það verð ég alltaf þakklát en jafnframt var þetta erfið, ljúf, tilfinningarík, ný lífsreynsla.

Starfrsfólkið á sjúkrahúsinu var í einu orði sagt yndislegt. Þau leiddu okkur í gegnum atburðarásina, leiðbeindu okkur, önnuðust gömluna okkar, og okkur, af einstakri hlýju og alúð. Þessu fólki verður seint þakkað.

Elsku amma Binna skarðið er stórt en þinn tími var kominn og eftir sitjum við með þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig að.

Við ykkur hin segi ég verum dugleg að faðma hvort annað og okkar nánustu, við vitum aldrei hvenær það verður of seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband