Fyrir norðan er ódyrt og gott að lifa

Starfsmenn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra tóku saman þessa punkta um atvinnu og húsnæðisástand á svæðinu. Langar að koma þessu á framfæri og minna á kosti Norðurlands vestra því þar er einfaldlega best að búa.  

Um þessar mundir eru auglýst 16  laus störf á vef Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra.Óhætt er að segja að störfin séu af margvíslegum toga þar sem meðal annars er auglýst eftir trésmiðum, kennurum, leikskólakennurum, skrifstofufólki, skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra svo eitthvað sé nefnt. Þá eru ótalin störf sem enn hafa ekki hafa verið auglýst en samkvæmt forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga, Skýrr og KPMG vantar einnig fólk til starfa hjá þeim fyrirtækjum. Norðurland vestra er um margt spennandi valkostur til búsetu, einkum fyrir fjölskyldufólk.Leikskólar og grunnskólar taka vel á móti yngstu kynslóðinni.  Á svæðinu er einni fjölbrautaskóli og Háskóli Fyrir þá sem dvelja drjúgan hluta úr degi í bið við umferðarljós hlýtur Norðurland vestra einnig að vera frekar aðlaðandi kostur, þar sem engin umferðarljós eru í landshlutanum.  Samgöngur eru almennt greiðar og lítið fyrirtæki að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja Eyfirðinga eða Höfuðborgarbúa.  Lögreglan sér þó um að bensínfóturinn verði ekki of þungur þegar ferðagleðin gerir vart við sig – svona rétt til að menn fari sér ekki að voða. Fasteignaverð á Norðurlandi vestra verður að teljast í hagstæðari kantinum og er meðalverð á fermetra í einbýli um 100 þúsund krónur.  Rétt er þó að benda á að verð getur verið misjafnt  milli einstakara byggðarkjarna á svæðinu. Á Norðurlandi vestra þarf engum að leiðast:
  • Fyrir veiðimenn eru fjölmargar veiðiár og vötn í seilingarfjarlægð, öflugt skotveiðifélag er í Skagafirði og sjóstangveiði er stunduð af krafti frá Hvammstanga. 
Fyrir hestamenn er vagga íslenska hestsins á Norðurlandi vestra, Skagfirðingar eru þekktir fyrir hestamennsku og góð hross og ekki skortir reiðleiðir og gæðinga í Húnaþingi.  Sífellt hefur færst í vöxt að gestir sæki svæðið heim til að taka þátt í göngum og réttum og öðrum skemmtilegum, hestatengdum viðburðum. 
  • Fyrir golfleikara eru þrír skemmtilegir golfvellir á Sauðárkróki, Blönduósi og Skagaströnd með um 20 km millibili. Einnig er golfvöllur í Siglufirði.
  • Fyrir Skíðafólk eru snilldargóð skíðasvæði á Norðurlandi vestra,  á Siglufirði, í Tindastóli og við Skagaströnd.
  • Fyrir göngufólk eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir í fjölbreyttu landslagi við sjávarsíðuna og fram til heiða í Skagafirði og Húnavatnssýslum.  Hægt er að fara í alls kyns styttri gönguferðir eða lengri göngur.  Gerð hafa verið útivistar- og gönguleiðakort fyrir svæðið og menntaðir svæðisleiðsögumenn geta leiðbeint gönguhrólfum ef óskað er.
  • Íþróttafólk ætti flest að finna eitthvað við sitt hæfi á svæðinu.  Stórir hópar íbúa æfa skokk og hlaup og innan íþróttafélaganna þrífst blómlegt starf í sundi, frjálsum íþróttum, fótbolta, körfubolta og fleiri greinum.  Þá ætti mótorsportfólk að geta fundið fjölina sína á svæðinu en árlega eru haldnar torfæru-, mótorcross, og rallýkeppnir á svæðinu.
  • Á Norðurlandi vestra starfa nokkur leikfélög og árlega eru settar upp sýningar af ýmsu tagi.  Síldarminjasafnið á Siglufirði er margverðlaunað,  Byggðasafnið í Glaumbæ, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Textilsetrið á Blönduósi, og Selasetrið á Hvammstanga standa líka alltaf fyrir sínu. Þá er enn ónefnt Hafíssetrið á Blönduósi sem er auðvitað alveg svellkalt og Kántrýbær og  Skagaströnd er óumdeild vagga kántrýmenningarinnar hérlendis.
  • Fyrir þá sem vilja liðka raddböndin eða hlusta á góða tónlist má nefna að fjölmargir kórar starfa á svæðinu að ógleymdum öflugum tónlistarskólum sem starfa á öllu svæðinu.  Tónlistarviðburðir eru margir og vandaðir allt frá skapandi unglingahljómsveitum til óperuflutnings.
  
  • Á Norðurlandi vestra er gott pláss og tími til að njóta lífsins.
  
mbl.is Sneru aftur til föðurhúsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband