Mun Paul Ramses sprengja ríkisstjórnina?

Fyrir viku síðan komust málefni Kenía mannsins Pauls Ramses í fréttirnar er honum var synjað um landvistarleyfi og aðskilinn frá konu sinni, Rosemary Atieno Athiembo, og sex vikna syni Fidel Smára,  sem heitir í höfuðið á Eið Smára. Pauls kom hingað til lands eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandi sínu sökum þess að hafa blandað sér í stjórnmálin þar. Paul bauð sig ásamt fleirum fram gegn sitjandi ríkisstjórn. Meðan Paul dvaldi á landinu komst hann lítið áfram með mál sitt og ráðamenn, hvaða flokki sem þeir teljast, sýndu máli hans ekki mikinn áhuga. Síðan kom að því að Paul var vísað úr landi á miðju sumri, eða eigum við að orða það sem svo, á miðri gúrkutíð fjölmiðla og bloggara landsins. Líkt og Lúkasarmálið í fyrra varð málið stærra og stærra og sífellt fleiri höfðu á því skoðun. Er nú svo farið að forsvarsmenn annars stjórnarflokksins eru opinberlega farnir að skora á hinn að leysa málið. Sjálf velti ég því fyrir mér hvort þetta fólki tali ekki saman? Hvort samskiptum þeirra sé best varið í gegnum fjölmiðla og bloggsíður? Paul Ramses er ekki fyrsti maðurinn til þess að vera aðskilinn frá fjölskyldu sinni héðan frá landinu bláa. Við höfum heyrt samskonar sögur en fæstar hafa verið sagðar í gúrkutíð, þessi mál hafa með öðrum orðum ekki orðið “hittarar”. Eftir sit ég með þá spurningu hvort Paul Ramses muni takast hér á landi það sem honum mistókst í Kenía. Það er, að sprengja ríkisstjórn.     
mbl.is Kæra vegna Paul Ramses hefur ekki borist ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gúrkutíð? hittarar? ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að gera það lítið úr þessu máli að þú ætlir að segja að eina ástæðan fyrir því að fólk heimti réttlæti og mannúðleg sjónarmið sé vegna gúrkutíðar.....  einstaklega illa ígrunduð færsla að mínu mati.

Íris (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

nei Íris ég er alls ekki að gera lítið úr málinu, hins vegar veit ég um mál þar sem makar íslenskra ríksiborgara eru í erfiðleikum með að fá landvistarleyfi eða er hreinlega vísað úr landi sökum ungs aldurs án þess að fá viðlíka athygli og þá yfirleitt sökum þess hversu mikið er um að vera annað í fjölmiðlum þá vikuna.

Stundum verða málin mun stærri og fyrirferðarmeiri á sumrin þegar lítið annað er um að vera, samanber Lúkasarmálið í fyrra sumar.

Fjölskylduna á að sameina ekki spurning en því miður er þetta hvorki fyrsta né síðasta málið af þessu tagi.

Guðný Jóhannesdóttir, 8.7.2008 kl. 17:41

3 identicon

nei en ég geri líka fastlega ráð fyrir því að í flestum málum hefur fólkið ekki sótt um pólitískt hæli, fólkið hefur ekki verið á aftökulista, sent til Ítalíu þar sem í flestum tilvikum fólk er sent aftur til heimalands síns, þetta mál er ekki eins og þau mál þar sem sá sem sækir um landvistarleyfi á íslenskan maka. þetta mál gæti einnig orðið til þess að lög og reglur varðandi landvistarleyfi og ríkisborgararétt breytist héðan af. en mér finnst ansi skítt að bera þetta mál saman við hysteríuna sem skapaðist útaf hundi.

íris (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:56

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Ertu ekki að grínast með þessari spurningu?

Guðmundur Björn, 8.7.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Halla Rut

Pauls Ramses á ekki eftir að sprengja ríkisstjórnina. Samfylkingunni var alveg sama um málið áður en fréttamenn gerðu svona mikið úr því. Pauls Ramses á ekki atkvæði til að veita Ingibjörgu í Öryggisráðið.

Halla Rut , 8.7.2008 kl. 18:52

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hundur er hundur og maður er maður. Hvoru tveggju hafa rétt til að lifa. Mér finnst samlíking Guðnýjar alls ekki útí hött. Guðný Jóhannesdóttir hefur geinilega vit á því, sem um er rætt . og það. sem meira er, hún veit nákvæmlega, hvernig leggja á spilin á borðið svo að eftir verði tekið. Með kveðju frá LYCKYBY, Karlskrona, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.7.2008 kl. 19:02

7 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Guðmundur, ég veit ekki alveg hvort ég er að grínast eða ekki með þessari hugleiðingu. Ríkisstjórnin hefur tekist á um ýmis mál í gegnum fjölmiðla og að mínu mati er það tímaspursmál ef svona heldur áfram hvenær menn fá nóg og finna einhverja ástæðu, ósætti til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

Til dæmis væri gott fyrir samfylkingu núna að fá kosningar því þeir standa gríðarlega sterkir í borginni og það smitar út í landsmálin, Það yrði líka gott fyri vinstri græna að fá kosningar og þeir myndu hugsanlega vilja kosningu frekar en semja sig inn í veika ríkisstjórn. Framsókn og Frjálslyndir eru engan veginn tilbúnir í kosningar og hvað þá sjálfstæðismenn sem hafa ekki náð að ganga í takt eftir að Davíð fór.

Það kæmir mér ekki á óvart ef upp úr slitnaði að hinir þrír veiku reyndu að bjarga andlitinu, sleppa við kosningar og mynda saman stjórn.

En hvað veit ég? þetta eru bara pælingar áhugamannsins.

Íris þú ert alveg að lesa vitlaust út úr orðum mínum og ég held að það þýði lítið fyrir mig að breyta því þannig að ég læt efri útskýringu mína bara standa.

Kristján takk fyrir góða kveðju og beint yfir til þín aftur :)

Guðný Jóhannesdóttir, 9.7.2008 kl. 09:15

8 Smámynd: DÓNAS

Góð hugleiðing hjá þér Guðný.......

DÓNAS, 9.7.2008 kl. 16:28

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

það eru til lög um leiðbeiningarskyldu yfirvalda fyrir útlendinga. Þessi lög eru brotin á hverjum einasta degi. Útlendingum er refsað fyrir að lesa ekki íslensku ÁÐUR en þeir koma inn í landið. Að hringja í ÚTL er martröð fyrir Íslendinga og ráðgáta fyrir útlendinga.

Að klippa og klístra lög kunna allir. UTL er ótrúleg stofnun.  Lögleg enn siðlaus.  Ísland er líklegast eitt það flóknasta land fyrir útlending að koma til á öllum Norðurlöndum.

Að við eru eyja og það má samt ekki sækja um á staðnum er eitt furðuverkið.

Búið til af reglugerðarrónum ÚTL. Íslenska málið og starfsfólk sem ekki gerir fólki grein fyrir að reglur á Íslandi eru öðruvísi, bitnar á útlendingum. 

Eins og þú bentir réttilega á, var það meira virði fyrir lögfræðinginn að verða frægur enn að vinna vinnuna sína. Mjög klassískt.

Gaman að sjá Íslending reyna að ganga yfir götu t.d. í Saigon. Þeir bíða alttaf eftir að umferðin stoppi. þeir fara ekkert yfir því umferðin stoppar aldrei.

Þeir verða að leigja sér Víetnama til að leiða sig yfir götuna og fara í vægt taugaáfall á leiðinni.

Svona er þetta hér líka..

Óskar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 04:38

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Er þessi maður með hreint mjöl í pokahorninu? Annað virðist vera að koma á daginn. Svona mál eru sjaldnast bara annaðhvort svört eða hvít.

Sunnudagskveðja, langt að komin!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.7.2008 kl. 14:18

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er nokkur með algjörlega hreint mjöl í pokahorninu? Ekki ég alla vega. Hef reynt að hreinsa mjölið í pokahorninu og þá kemur allaf nýtt óhreynt í staðin. það er ekkert komið á dagin um Ramses sem er merkilegt. Enn það er komið á daginn stórmerkilegir hlutir um hræðslu margra við útlendinga. Ef íslendingar koma þessum manni ekki inn í landið, verður mikið óhreint mjöl í pokahorninu hjá öllum sem taka þátt í því. ég vil að hann fái að koma, því ég vil ekki meira óhreint mjöl. Á nóg af því fyrir, enda sannur Íslendingur..

Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 14:30

12 identicon

Sæl Guðný, þetta er áhugaverð umræða hér á blogginu þínu.

Það sem stingur mig við þetta annars ljóta mál er nokkuð sem mér finnst ég hafa séð alltof oft áður á Íslandi. Réttur feðra til að umgangast börn sín er eitthvað sem virðist ekki mikilvægt í íslensku réttarkerfi. Jú það var stigið gott og LÖNGU tímabært skref á sínum tíma þegar lögum um fæðingarorlof var breytt og réttur kynjanna jafnaður til töku fæðingarorlofs. En það eru til rosalega mörg mál þar sem íslenskir feður fá ekki að umgangast börnin sín eðlilega, þegar foreldrar búa ekki saman, þar sem móðirin vill það ekki og mér sýnist að alltof oft fær móðirin sínu fram og brýtur þar með á rétti barna sinna til að umgangast föður sinn án þess að réttarkerfið fái nokkuð að gert. Það sem mér þætti gaman að vita.....ef eiginkona Paul Ramses hefði verið í hans stöðu og hann í hennar, hefðu þeir tekið móðurina frá barninu og sent hana burt eins og gert var við hann??? Þarna er fyrst og fremst verið að brjóta mannréttindi á ungbarni og fjölskyldu þess að mínu mati burtséð frá öllu öðru. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á svona lagað, íslendingar eða ekki, þetta er LJÓTT, manninn á að færa STRAX aftur til eiginkonu og barns!!

Erla Einars. (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:43

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir orð Erlu Einars hér að ofan. Barnalögin meiga alveg fara að virka eins og þau eiga að gera. Ef þau hefðu verið látin gilda væri þetta mál löngu afgreitt...

Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband