Hverju eyddum við í öryggisráðið ?

Vitandi að það var fyrirfram vonlaust og hálf pínlegt fyrir orðspor okkar, svo ég tali nú ekki um hugmyndir íslendinga um að stilla til friðar við Gaza.

Í því samhengi er málsókn við Breta svo langt langt frá því að vera vitlaus en hvað ég veit ég stjórnin er alveg að bjarga mér þessa dagana!!! 

 


mbl.is Væntu of mikils af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum með enska boltann

Sum fyrirtæki ætla að hætta að versla með breskar vörur, verða heimilin ekki að fylgja á eftir og hætta að borga fyrir enska boltann

maður spyr sig


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héraðsfréttablöð hafa aldrei verið jafn mikilvæg

Held ég þurfi ekki að segja meira en þessa fáu punkta.

Rúv skar niður í haust. þeir skáru niður úti á landi

Stöð 2 skar niður á föstudag. þeir sögðu upp fréttamanni sínum á Norðurlandi

Mogginn er að skera niður og þeir skera niður lausapenna

Hérðasfréttablöðin hringinn í kringum landið standa vaktina hvert í sínu héraði. Þarf ekki líka Menntamálaráðherra góður að standa vörð um þau.?

Við eigum ekki fullt af fyrirtækjum sem auglýsa í miðlum okkar, ríkið auglýsir ekki hjá okkur

En við erum ein af þeim fáu sem erum frjáls og óháð

Ég hef reynt að hringja í aðstoðarmann menntamálaráðherra og biðja um ríkisauglýsingar í hérðasfréttablöðin. Svarið var stutt og laggott. Við auglýsum bara í Mogganum.

Ég skora á fólk að standa að baki héraðsfréttablaðanna. Okkar tilveruréttur er undir áskrifendum okkar kominn.

 


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Paul Ramses sprengja ríkisstjórnina?

Fyrir viku síðan komust málefni Kenía mannsins Pauls Ramses í fréttirnar er honum var synjað um landvistarleyfi og aðskilinn frá konu sinni, Rosemary Atieno Athiembo, og sex vikna syni Fidel Smára,  sem heitir í höfuðið á Eið Smára. Pauls kom hingað til lands eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandi sínu sökum þess að hafa blandað sér í stjórnmálin þar. Paul bauð sig ásamt fleirum fram gegn sitjandi ríkisstjórn. Meðan Paul dvaldi á landinu komst hann lítið áfram með mál sitt og ráðamenn, hvaða flokki sem þeir teljast, sýndu máli hans ekki mikinn áhuga. Síðan kom að því að Paul var vísað úr landi á miðju sumri, eða eigum við að orða það sem svo, á miðri gúrkutíð fjölmiðla og bloggara landsins. Líkt og Lúkasarmálið í fyrra varð málið stærra og stærra og sífellt fleiri höfðu á því skoðun. Er nú svo farið að forsvarsmenn annars stjórnarflokksins eru opinberlega farnir að skora á hinn að leysa málið. Sjálf velti ég því fyrir mér hvort þetta fólki tali ekki saman? Hvort samskiptum þeirra sé best varið í gegnum fjölmiðla og bloggsíður? Paul Ramses er ekki fyrsti maðurinn til þess að vera aðskilinn frá fjölskyldu sinni héðan frá landinu bláa. Við höfum heyrt samskonar sögur en fæstar hafa verið sagðar í gúrkutíð, þessi mál hafa með öðrum orðum ekki orðið “hittarar”. Eftir sit ég með þá spurningu hvort Paul Ramses muni takast hér á landi það sem honum mistókst í Kenía. Það er, að sprengja ríkisstjórn.     
mbl.is Kæra vegna Paul Ramses hefur ekki borist ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæ ég þá ekki afslátt af afnotagjöldum mínum ?

Ríkisútvarpið ætlar að segja upp átta starfsmönnum sínum. Þeir eru þegar búnir að finna þrjú fjórnarlömb.

Annan tveggja starfsmanna svæðisútvarpsins á Vestfjörðum

Einn þriggja starfsmanna svæðisútvarpisn á Egilsstöðum

Einn starfsmann á Svæðisútvarps Norðurlands, (Akureyringa)

Ég bý á Sauðárkróki og nú þegar eiga starfsmenn svæðisútvarps Norðurlands í erfiðleikum með að sinna mínu svæði sökum manneklu, trúlega verður það enn erfiðara í haust þegar þeim fækkar um einn.

Hlutfallslega minnkar fréttafluttningur og umfjöllun í þessum niðurskurði því mest á landsbyggðinni.

Ég spyr því ef ég fæ minni þjónustu fæ ég þá ekki að greiða lægri afnotagjöld í samræmi við það?  


Reynt var að takmarka aðgang - það er staðreynd

Sem blaðamaður á staðnum á Hrauni þann 17. júni sl. get ég vitnað um að reynt var að takmarka aðgang okkar blaðamanna að hræinu og fyrstu svör ráðherra voru að ekki mætti mynda hræið þar sem það væri slæmt fyrir ímynd lands og þjóðar.

Þá get ég einnig vitnað um það að það var óánægja meðal blaðamanna að fá ekki að koma nær Hrauni en 2 kílómetra þegar gerð var söguleg tilraun til þess að svæfa hvítabjörninn. TIlraun sem hefði getað aukið hróð lands og þjóðar eftir því sem ráðherra vill meina ef vel hefði til tekist. Okkur var sagt að við mættum mynda eftir að búið væri að draga björninn inn í trékassann litla sem flytja átti hann áleiðis til Grænlands en á þeirri stundu lá ekki fyrir hvort hægt yrði að sleppa dýrinu aftur úr í náttúruna þar sem leyfi höfuð ekki fengist til þess eftir þeim upplýsingum sem okkur voru gefnar á staðnum.

Skiljanlega þurftu menn að fá að vinna sína vinnu í friði en við voru jú líka þarna til þess að vinna okkar vinnu ekki satt.

 

Það var ekki fyrr en Þórir GUðmundsson hafði barist fyrir hönd okkar hinna fyrir aðgangi að hræinu sem takmarkað leyfi til myndatöku var gefið í fimm mínútur eða svo og síðan var hræið fjarlægt. Ályktun blaðamannafélagsins á því að mínu mati fyllilega réttlætanleg. Okkar stéttarfélag gerði ekket annað en gæta réttar okkar sem fjölmiðlafólks.

 


mbl.is Umhverfisráðuneytið furðar sig á ályktun Blaðamannafélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Þórhildar Elínar Elínardóttir í tilefni bakþanka skrifa hennar í Fréttablaðið miðvikudaginn 11. júní sl.

Aðgát skal höfð í nærveru barna og bjarna

Kæra Þórhildur, ég heiti Guðný Jóhannesdóttir og er ritstjóri héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á Norðurlandi vestra. Mín kæra Þórhildur ég er líka móðir
þriggja barna sem hafa gaman af því að leika sér í náttúrunni í kringum
heimili okkar á Sauðárkróki. Börnin mín hafa hvorki lágt enni né langa
handleggi og gengur vel í skóla. Börnunum mínum og börnum annarra
Skagfirðinga stóð ógn af ísbirninum sem um daginn villtist svo sorglega af leið og dvaldi við bakgarðinn heima. Kæra Þórhildur, hvernig hefði þér liðið vitandi af ísbirni í Öskjuhlíðinni nú eða Heiðmörk? 
 
Kæra Þórhildur Elín, ég er mjög stolt af lögreglunni sem stjórnaði vettvangi bæði á Þverárfjalli og eins úti á Hrauni þann 17. júní sl. Lögreglan tók erfiðar ákvarðanir með öryggi íbúanna í huga. Kæra Þórhildur ef þú telur að þú hefðir getað stýrt aðgerðum betur þá óska ég fyrir hönd okkar Skagfirðinga eftir því, að þú sendir okkur þínar hugleiðingar. Heimamanni dreymdi nefnilega þrjá birni og samkvæmt því á einn eftir að koma á land.
 
Kæra Þórhildur, þú gætir kannski varið okkur fyrir þeim þriðja? 
 
En að lokum mín kæra Þórhildur, aðgát skal höfð í nærveru sálar, við erum kannski ekki lattedrekkandi íbúar 101 Reykjavík og fötin okkar eru yfirleitt samstæð en við erum líka fólk og höfum hvorki lágt enni né langa handleggi. 
 
Kæra Þórhildur, þetta er nú þegar orðið of langt hjá mér en mig langar að benda þér á að hugsa þig um tvisvar og jafnvel þrisvar áður en þú skrifar næstu bakþanka. Að mínu mati var ekkert að dómgreind þeirra vösku sveitar er gætir hagsmuna okkar íbúa. Sá eini sem í þessu máli, hér okkar á milli mín kæra Þórhildur, sýndi dómgreindarbrest varst þú sjálf er þú kastaðir af þínum háa stalli aur yfir íbúa landsbyggðarinnar. 
 
Kæra Þórhildur, börnin mín lásu þessa bakþanka og þau eru særð. Þú særðir
þau.  
 
 
 
Með vinsemd og virðingu 
 
 
 
Guðný Jóhannsedóttir, ristjóri hérðasfréttablaðsins Feykis. 
 

Leiðari Feykis í síðustu viku "Veislan á enda?"

Er veislan á enda ?

 

Ég verð að játa að ég verð nánast þunglynd á því að horfa á fréttatíma, lesa blöð, netmiðla og blogg þessa dagana. Samkvæmt þessum miðlum öllum er komin kreppa, veislan er á enda. Bankarnir hafa þegar gripið til ráðstafanna. Þeir lána ekki lengur nema séra Jónum og nú að á segja upp, gjaldkerum. Glitnir reið á vaðið með því að loka útibúi sínu í Smáralind og segja upp þeim gjaldkerum sem þar starfa og verður “spennandi” að fylgjast með hvað hinir gera. Eins er ég svolítið spennt að fylgjast með því hvernig veisluhöld yfirmanna þessara sömu banka verður háttað þennan veturinn. Síðustu ár hefur hóp “bestu viðskiptavina” og “bestu starfsmanna” þessara stofnanna verið boðið í veislur vítt og breytt um heiminn. Flug með einkaþotum, íslenskar stjörnur með í farteskinu svo engum þurfi að leiðast og vín eins og hver og einn getur í sig látið. Allt virðist þetta, ef eitthvað er að marka fréttir, hafa verið fjármagnað með lánum, áhættufjárfestingum og yfirdráttarvöxtum hins venjulega íslendings sem reynt hefur eftir fremsta megni að leika með. Tekið lán til að kaupa bréf sem síðar áttu að breytast í mikla peninga, stundum tókst það og stundum ekki. Teningnum hafði verið kastað og allir ætluðu að verða ríkir á pappírskaupum og sölum einum saman, hin íslenska útrás var hafinn og það með stæl. En síðan kom að hinu stóra Úppsi. Krónan hélt ekki, peningarnir hurfu jafnóðum og þeir höfðu orðið til og heftinu var lokað jafn hratt og það opnaðist á sínum tíma. Það var kominn kreppa. Eða hvað? Ég veit það ekki, alla vega þurfum við sem þjóð aðeins að hægja ferðina og lifa ekki alveg svona hátt, leggja merkjavörunni og snobbinu um tíma. Ég veit að þetta er einföldun en ég held líka að verið sé að gera úlfalda úr fiskiflugu. Jú við þurfum að hægja ferðina en ég er hræddum að þeir sem hafa hingað til lifað á erfiðum krepputímum kalli þetta ekki kreppu heldur tímabundna takmarkaða lausafjárstöðu. Kæru bankaforstjórar, sem trúlega allir lesið Feyki, hlífið gjaldkerunum og sleppið veislunum, það gæti dregið úr atvinnuleysi og minnkað áhrif “kreppunnar” veisluna skulum við síðan halda í sameiningu síðar. Tja, svona þegar við höfum efni á því.

 

Að vera eða vera ekki með í umræðunni

Þar sem ég er fædd og uppalin í nágrenni Akureyrar skyldi ég hér einu sinni ekki umræðu þeirra sem bjuggu fjær fréttaveitum “stærri miðlanna” síðan flutti ég suður í til mekka fréttaþjónustunnar og loks vestur þar sem Svæðisútvarp vestfjarða flytur miklar og góðar fréttir á svæðinu. Það var ekki fyrr en ég kom hingað á Norðurland vestra sem ég fór að verða vör við það hvernig það er að verða útundan í umræðunni.

Sérstaklega hef ég orðið pirruð núna síðustu vikur, hver fréttin á fætur annarri verður til á svæðinu en fæstar af þeim rata í fréttatíma Svæðisútvarps Norðurlands. Fréttin um að börnin á Skagaströnd væru Norðvestlendingar ársins þótti ekki frétt þar á bæ þó svo að Margrét Blöndal hafi reyndar fjallað um þetta í sunnudagsþætti sínum á Rás 2. Fréttin um að erlendir fjárfestar kæmu í Skagafjörð að skoða aðstæður fyrir Koltrefjaverksmiðju þótti ekki heldur frétt, frétt um óviðunandi ástand á vegum í Húnavatnshrepp og svona gæti ég haldið áfram. Ég hef vaktað þetta að undanförnu og við hér á Norðurlandi vestra eigum 3 -5 fréttir á viku að meðaltali síðustu vikur í fréttum svæðisútvarps Norðurlands alls. Svæðisútvarpið sendi ekki fulltrúa þegar skrifað var undir vaxtarsamning Norðurlands vestra en sýndi frá undirskrift á Akureyri í kvöldfréttum sjónvarpsins. Síðast en ekki síst taldi svæðið í gær upp þá sem á Norðurlandi hlutu listamannalaun og slepptu úr fulltrúa Norðurlands vestra.

Ég verð að játa að sem íbúi á Norðurlandi vestra og greiðandi afnotagjalda ríkisútvarpsins er ég ekki sátt að fá þessa þjónustu. Okkar krafa hlýtur að vera sú að starfsmaður verði ráðinn á þetta svæði eða þeir sem nú þegar eru ráðnir hingað séu sendir út á örkina í efnisleit í það minnsta einu sinni í viku. Jú þeir mega eiga það að í Skagafjörð koma þeir einna oftast en Norðurland vestra nær alla leið vestur í Hrútafjörð og við hljótum að eiga heimtingu á því að vera ÖLL með í umræðunni. Nú eða þá að vera undanþegin afnotagjöldum. 

Hvað finnst ykkur?


Síðan undrast menn að flokksmönnum fækki!!!

Held að ég þurfi ekki að segja neitt meir en ég hef sagt það áður inn í þröngan hóp en segi það nú aftur.

Framskóknarflokkurinn er að fremja hægt og sársaukafullt sjálfsmorð með innanflokks erjum og spillingu.

Það er að visu sem betur fer enn hægt að finna heiðarlega framskóknarmenn en þeim fer fækkandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Björn Ingi Hrafnsson hefur opinberlega viðurkennt mistök í Rei málinu, einhverja hluta vegna er hans nafn oftar en ekki nefnt í sömu andrá og erjur og spilling, skyldi það vera tilviljun eða eitthvað annað og miklu meira.

Tja maður spyr sig og veit ekki mikið, nema það að strákurinn er flottur í tauinu ;)


mbl.is Flokksforustan stendur að baki Birni Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband