Að vera eða vera ekki með í umræðunni

Þar sem ég er fædd og uppalin í nágrenni Akureyrar skyldi ég hér einu sinni ekki umræðu þeirra sem bjuggu fjær fréttaveitum “stærri miðlanna” síðan flutti ég suður í til mekka fréttaþjónustunnar og loks vestur þar sem Svæðisútvarp vestfjarða flytur miklar og góðar fréttir á svæðinu. Það var ekki fyrr en ég kom hingað á Norðurland vestra sem ég fór að verða vör við það hvernig það er að verða útundan í umræðunni.

Sérstaklega hef ég orðið pirruð núna síðustu vikur, hver fréttin á fætur annarri verður til á svæðinu en fæstar af þeim rata í fréttatíma Svæðisútvarps Norðurlands. Fréttin um að börnin á Skagaströnd væru Norðvestlendingar ársins þótti ekki frétt þar á bæ þó svo að Margrét Blöndal hafi reyndar fjallað um þetta í sunnudagsþætti sínum á Rás 2. Fréttin um að erlendir fjárfestar kæmu í Skagafjörð að skoða aðstæður fyrir Koltrefjaverksmiðju þótti ekki heldur frétt, frétt um óviðunandi ástand á vegum í Húnavatnshrepp og svona gæti ég haldið áfram. Ég hef vaktað þetta að undanförnu og við hér á Norðurlandi vestra eigum 3 -5 fréttir á viku að meðaltali síðustu vikur í fréttum svæðisútvarps Norðurlands alls. Svæðisútvarpið sendi ekki fulltrúa þegar skrifað var undir vaxtarsamning Norðurlands vestra en sýndi frá undirskrift á Akureyri í kvöldfréttum sjónvarpsins. Síðast en ekki síst taldi svæðið í gær upp þá sem á Norðurlandi hlutu listamannalaun og slepptu úr fulltrúa Norðurlands vestra.

Ég verð að játa að sem íbúi á Norðurlandi vestra og greiðandi afnotagjalda ríkisútvarpsins er ég ekki sátt að fá þessa þjónustu. Okkar krafa hlýtur að vera sú að starfsmaður verði ráðinn á þetta svæði eða þeir sem nú þegar eru ráðnir hingað séu sendir út á örkina í efnisleit í það minnsta einu sinni í viku. Jú þeir mega eiga það að í Skagafjörð koma þeir einna oftast en Norðurland vestra nær alla leið vestur í Hrútafjörð og við hljótum að eiga heimtingu á því að vera ÖLL með í umræðunni. Nú eða þá að vera undanþegin afnotagjöldum. 

Hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr! Heyr! Ég gæti ekki verið meira sammála! Þú átt hrós skilið fyrir að benda á þetta á „opinberum vettvangi“. Vonandi nær þessi umræða eyrum þeirra sem ættu að taka hana til sín og verður upphafið að jákvæðum fréttaflutningi frá Norðurlandi vestra. Hér er margt gott í gangi - og ætti sannarlega erindi í eyru almennings ekki síður en „barlómsfréttirnar“, sem því miður virðast vera þær einu sem rata í stærri fjölmiðlana. Undarlegt fréttamat - mætti halda að góðar fréttir af svæðinu teljist ekki fréttir á þeim bæjum. Það þarf að breytast!

Ég skora á þig að halda áfram með umfjöllun um þetta, Guðný!

Líka langar mig til að þakka þér fyrir andlitslyftinguna á Feyki. Þar hefur sannarlega vel tekist! Til hamingju.

Ingunn

Ingunn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Karl Jónsson

Ég gerði óvísindalega könnun í fyrra í fjóra daga þar sem ég skoðaði uppruna þeirra frétta og efnis sem flutt voru í svæðisútvarpi Norðurlands. Niðurstaðan var þessi:

Samtals voru þetta 46 efni.

Eyjafjörður 53% 23 efni

Norðausturland 28% 12 efni

Almennt efni 14% 6 efni

Norðvesturland 5% 2 efni!!

Í Eyjafjarðarpakkanum voru fjögur efni frá Dalvík til samanburðar við þessi tvö frá Norðvesturlandi.

Er eitthvað skrýtið þó við séum óánægð með þetta?

Karl Jónsson, 31.1.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta er mikið rétt hjá þér Guðný. Það sem mér gremst stundum líka er hve mikið er flutt af "ekki fréttum" af suðurhorninu þegar gúrkuuppskeran virðist vera allsráðandi, en maður veit sjálfur af fullt af fréttnæmum hlutum á landsbyggðinni sem ættu að rata á skjáinn eða aðalfréttir í útvarpinu. Kannski þurfum við "landsbyggðapúkarnir" að vera flinkari að plögga fréttir, hver veit!???

Hólmgeir Karlsson, 4.2.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband