Misörlátir jólasveinar

Ég sótti son minn í skólann í hádeginu sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir hvað að umræðu efni dagsins var að sjálfsögðu spurningin “Hvað fékkst þú í skóinn?” Sonur minn fékk hulstur utan um tannburstann sinn og var alsæll með það. Annar hafði fengið tómat og hinn þriðji gulrót. Heyrðist þá sagt utan úr horni -hann fékk bara hulstur en ég fékk dvd mynd, sagði lítil skotta. –Þetta er sko jól í Latabæ ekkert smá flott, bætti hún við. Við mæðgin meðtókum skilaboð hennar og héldum heim á leið. Spurði þá sá stutti mig allt í einu af hverju jólasveinninn gæfi sumum mynd en öðrum eitthvað minna. –Ég er rosalega ánægður með mitt sko, en ég hefði alveg viljað fá mynd líka, sagði hann og var hálf hissa á mismiklu örlæti sveinka. Sjálf vonast ég til þess að Sveinarnir 13 lesi leiðara Feykis og hafi það í huga að öll trúa börnin nú á sömu sveinana 13 og skilja því lítið í því að þó að þau séu þæg og góð komi meira í suma skó en aðra. Hvaða skilaboð erum við að senda börnum okkar með því að þiggja af jólasveininum gjafir upp á fleiri þúsund þrettán daga í röð fyrir jólin. Erum við með því að segja að því dýrari því betri og að ódýrar gjafir séu ekki líka góðar gjafir. Kannski er ég bara svona gamaldags en þetta er eitthvað sem mér finnst að sveinarnir þurfi að hafa í huga.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

mikið svakalega er ég sammála þér,þó svo jólasveinninn sé hættur að koma með í skóinn á þessu heimili.

Man hvernig það var að þurfa að svara fyrir svona misrétti jólasveinsins

Sigurður Hólmar Karlsson, 12.12.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Sammála, sammála; hverlags brjálsemi er þetta í fólki?

Stekkjastaur gaf syninum mandarínu sem hann taldi til merkis um að sveinka þætti hann ekki nógu duglegur að borða ávexti. Dóttirin fékk blöðru og dró engar ályktanir af því. Bæði alsæl.

Sigríður Gunnarsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:44

3 identicon

Hjartanlega sammála! Ég vinn jú í Skaffó og dáðist mikið að framtaki starfssystur minnar, Önnu Elísabetar, í dag. Hún var búin að taka eftir að jólasveinar voru í vandræðum með að leita í búðinni að skógjöfum á hóflegu verði og lagði á sig að "surfa" (afsakið slettuna) búðina og setja það sem hentaði allt saman í grind. Svo bendið jólasveinum í vandræðum á hana Önnu, minn naut góðs af henni og vonar að hinir geri það líka :c) Gleðileg Jól!

Erla Einars (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góður pistill. Þeir virka frekar fátækir jólasveinarnir þegar þeir koma við í minni sveit, smá nammi, skrúfblíantur eða eitthvað í þá veruna.

Óska þér og þínum gleðilegra jóla :)

Hólmgeir Karlsson, 22.12.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband