Fluttningabílstjórar og mótorhjólaökumenn eru besta fólk

Það fer örlítið í taugarnar á mér hinn einhæfi málfluttningur kollega minna á þá leið að vandi þjóðvegarins sé öðru fremur tveimur tegundum ökumanna að kenna. Sjálf er ég mikið úti á þjóðvegum landsins og verð að segja að ég hef ekkert út á þessar stéttir ökumann að setja. Það er fluttningabílstjóra og mótorhjólaökumenn.

Það var ekki fluttningabíll og það var ekki mótorhjól sem tók fram úr sjúkrabíl með forgangsljósin á á 130 km hraða um liðina helgi.

Það var ökumaður fólksbíls sem var tekin undir áhrifum fíkniefna um helgina.

Það var ökumaður á fólksbíl sem lá svo mikið á að hann fór fram úr á blindhæð þegar ég var á ferðinni á dögunum.

Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að velja úr tvo flokka ökumenn og staðhæfa að þeir séu óalandi og óferjandi á vegum úti. Flest hjól og stjór ökutæki sem ég á samskipti við úti á vegum eru til fyrirmyndar. Síðan eru það svörtu sauðirnir sem skemma fyrir hinum. Þeir eru á öllum tegundum ökutækja og úr öllum stigum þjóðfélagsins. 

Ung kona á fjölskyldubíl var tekin fyrir ofsaakastur um helgina en hún var á 132 km hraða. Þetta þætti ekki frétt og sést ekki. Hins vegar er ég alveg vissum að þetta hefur gerst oftar en einu sinni.  

Það að missa einhvern sér nákomin úr bílslysi er hræðileg lífsreynsla og hana hef ég reynt oftar en ég kæri mig um að ræða hér. Ábyrgðin er okkar allra og okkur ber öllum að sína tillitsemi og varkárni á vegum úti.

Hættum að fordæma aksturslag annara og lítum öll sem eitt í eigin barm. Kannski er það allt sem þarf.

Keyrum varlega í sumar og komum heil heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni !

Hannes K (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta alveg rétt. Við erum alltaf tilbúin að benda á einhvern annan en okkur sjálf. Það eru allir vitleysingjarnir í umferðinni og ómögulegt vegakerfi sem veldur slysum ekki við þegar við freistumst til að þenja hraðamælinn upp fyrir leyfileg mörk eða setjast undir stýri eftir einn bjór.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.6.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband