Hnífabardagi í paradís

Jæja þá er fyrsta útilegu helgi sumarsins að baki. Við höfðum tekið stefnuna á Hrafnagil og mikið var ég nú spennt að snúa dæminu við. Það er ég fengi tækifæri á að segja prakkarasögur frá heimavistarárunum eftir að hafa hlustað á Herramannasögur í rúmlega þrjú ár.

Þegar við komum heim að Hrafnagili á föstudagskvöldið blasti við  ófögur sjón á annars æðislegu svæði. Partýtjöld, fullir unglingar í appelsínugulum pollabuxum og slagsmál. Hjá stóðu ráðalausir björgunarsveitarmenn. Með hálf grátandi börn í aftursætinu snérum við því frá. Haukur Sindri hefur um helgina ekki getað lagt nógu mikla fyrirlitningu í rödd sína þegar hann talar um þessa UNGLINGA.

Við enduðum í Kjarnaskógi þar sem við sváfum í einni kös við mörg þúsund aðra íslendinga og aðeins 200 metrum neðar voru hópslagsmál, bardagar og líkamsárásir.

Furðulegt nokk þá sváfum við samt vel og helgin var vel heppnuð. Erum samt eins og fátæklingar á 7 ára gamla fellihýsinu okkar sem okkur finnst vera algjör höll.

Ég er á þeirri skoðun að það þurfi fyrir svona helgar að setja upp sérstök unglingatjaldsvæði þar sem unglingarnir geta verið unglingar í friði og við fjölskyldufólkið getum verið gömul og leiðinlegt í okkar friði. Ég er ekki búin að gleyma helgum í Vaglaskógi á sínum tíma en við vorum ekki innan um fjölskyldufólk þar.  Er þetta ekki eitthvað sem þarf að huga að? er kannski ein leið að viðurkenna vandann og skipuleggja fleiri unglingasamkomur yfir sumarið þar sem í boði er topp gæsla og eins mikið öryggi og hægt er í stað þess að láta unglingana þvælast á milli bæjarhátíða og gera allt vitlaust.

jæja þetta er komið í tómt tjón hjá mér og tími kominn til að fara að skrifa eitthvað sem tengist vinnunni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband