4.11.2008 | 15:09
Héraðsfréttablöð hafa aldrei verið jafn mikilvæg
Held ég þurfi ekki að segja meira en þessa fáu punkta.
Rúv skar niður í haust. þeir skáru niður úti á landi
Stöð 2 skar niður á föstudag. þeir sögðu upp fréttamanni sínum á Norðurlandi
Mogginn er að skera niður og þeir skera niður lausapenna
Hérðasfréttablöðin hringinn í kringum landið standa vaktina hvert í sínu héraði. Þarf ekki líka Menntamálaráðherra góður að standa vörð um þau.?
Við eigum ekki fullt af fyrirtækjum sem auglýsa í miðlum okkar, ríkið auglýsir ekki hjá okkur
En við erum ein af þeim fáu sem erum frjáls og óháð
Ég hef reynt að hringja í aðstoðarmann menntamálaráðherra og biðja um ríkisauglýsingar í hérðasfréttablöðin. Svarið var stutt og laggott. Við auglýsum bara í Mogganum.
Ég skora á fólk að standa að baki héraðsfréttablaðanna. Okkar tilveruréttur er undir áskrifendum okkar kominn.
Rosabaugur Jóns Ásgeirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.