3.7.2008 | 10:00
Fæ ég þá ekki afslátt af afnotagjöldum mínum ?
Ríkisútvarpið ætlar að segja upp átta starfsmönnum sínum. Þeir eru þegar búnir að finna þrjú fjórnarlömb.
Annan tveggja starfsmanna svæðisútvarpsins á Vestfjörðum
Einn þriggja starfsmanna svæðisútvarpisn á Egilsstöðum
Einn starfsmann á Svæðisútvarps Norðurlands, (Akureyringa)
Ég bý á Sauðárkróki og nú þegar eiga starfsmenn svæðisútvarps Norðurlands í erfiðleikum með að sinna mínu svæði sökum manneklu, trúlega verður það enn erfiðara í haust þegar þeim fækkar um einn.
Hlutfallslega minnkar fréttafluttningur og umfjöllun í þessum niðurskurði því mest á landsbyggðinni.
Ég spyr því ef ég fæ minni þjónustu fæ ég þá ekki að greiða lægri afnotagjöld í samræmi við það?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.