Opið bréf til Þórhildar Elínar Elínardóttir í tilefni bakþanka skrifa hennar í Fréttablaðið miðvikudaginn 11. júní sl.

Aðgát skal höfð í nærveru barna og bjarna

Kæra Þórhildur, ég heiti Guðný Jóhannesdóttir og er ritstjóri héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á Norðurlandi vestra. Mín kæra Þórhildur ég er líka móðir
þriggja barna sem hafa gaman af því að leika sér í náttúrunni í kringum
heimili okkar á Sauðárkróki. Börnin mín hafa hvorki lágt enni né langa
handleggi og gengur vel í skóla. Börnunum mínum og börnum annarra
Skagfirðinga stóð ógn af ísbirninum sem um daginn villtist svo sorglega af leið og dvaldi við bakgarðinn heima. Kæra Þórhildur, hvernig hefði þér liðið vitandi af ísbirni í Öskjuhlíðinni nú eða Heiðmörk? 
 
Kæra Þórhildur Elín, ég er mjög stolt af lögreglunni sem stjórnaði vettvangi bæði á Þverárfjalli og eins úti á Hrauni þann 17. júní sl. Lögreglan tók erfiðar ákvarðanir með öryggi íbúanna í huga. Kæra Þórhildur ef þú telur að þú hefðir getað stýrt aðgerðum betur þá óska ég fyrir hönd okkar Skagfirðinga eftir því, að þú sendir okkur þínar hugleiðingar. Heimamanni dreymdi nefnilega þrjá birni og samkvæmt því á einn eftir að koma á land.
 
Kæra Þórhildur, þú gætir kannski varið okkur fyrir þeim þriðja? 
 
En að lokum mín kæra Þórhildur, aðgát skal höfð í nærveru sálar, við erum kannski ekki lattedrekkandi íbúar 101 Reykjavík og fötin okkar eru yfirleitt samstæð en við erum líka fólk og höfum hvorki lágt enni né langa handleggi. 
 
Kæra Þórhildur, þetta er nú þegar orðið of langt hjá mér en mig langar að benda þér á að hugsa þig um tvisvar og jafnvel þrisvar áður en þú skrifar næstu bakþanka. Að mínu mati var ekkert að dómgreind þeirra vösku sveitar er gætir hagsmuna okkar íbúa. Sá eini sem í þessu máli, hér okkar á milli mín kæra Þórhildur, sýndi dómgreindarbrest varst þú sjálf er þú kastaðir af þínum háa stalli aur yfir íbúa landsbyggðarinnar. 
 
Kæra Þórhildur, börnin mín lásu þessa bakþanka og þau eru særð. Þú særðir
þau.  
 
 
 
Með vinsemd og virðingu 
 
 
 
Guðný Jóhannsedóttir, ristjóri hérðasfréttablaðsins Feykis. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Kæra Guðný skelfing er þetta hallærislegur pistill. Fólki er frjálst að hafa skoðun á störfum lögreglunnar um allt land enda á launaskrá þjóðarinnar.

Andrea, 21.6.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Andrea, síðan hvenær er fólk sem heldur úti sínum skoðunum í fjölmiðlum, undanþegið gagnrýni?

Að mínu mati er þetta engan veginn hallærislegur pistill, heldur skýrir hann afstöðu heimafólks. Fólks sem er eitt til frásagnar um þá tilfinningu að hafa téðan björn í nágrenni við sig.

P.s. ég er líka orðin hundleið á '101 besservisserum' um allt sem gerist úti á landi.

Aðalheiður Ámundadóttir, 21.6.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Sæl Andrea

lastu þessa bakþanka, Þórhildur Elín lýsti íbúm landsbyggðarinnar sem öpum og vildi senda ökuníðing í fjallgöngu í Skagafjörð því hann væri jú réttdræpt villidýr.

Mér var misboðið og ég veit að það var fólki í kringum mig líka. Hroki íbúa höfuðborgarinnar í þessu máli hefur einfaldlega farið þremur skrefum og langt og tímabært að við svörum fyrir okkur.

Ergó það er eitt að hafa skoðun á starfi lögreglunnar og annað að kalla íbúa landsbyggðarinna apa sem lifi á lágu menningarplani.

Guðný Jóhannesdóttir, 21.6.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

og hananú

Aðalheiður Ámundadóttir, 21.6.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Andrea

Pistillinn þinn fjallar samt meira um hvaða skoðun Þórhildur Elín hefur á viðbrögðum lögreglunnar. Þetta ísbjarnarmál snerti alla, líka lattedrekkandi miðbæjarbúa í ósamstæðum fötum

Andrea, 21.6.2008 kl. 19:40

6 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

'i raun fjallar pistillinn minn minnst um ísbirni meira um dónaskap, lítilsvirðingu og hroka sem við íbúar landsbyggðarinnar fundum fyrir þegar við lásum þennan pistil hennar Þórhildar Elínar.

Ég skora á þig að lesa pistilinn hennar og koma síðan í heimsókn út á land þar sem allt er einfaldlega svo best í heimi  ég skal meira að segja hella upp á braga kaffi taka fram sparistellið og steikja nokkrar kleinur í tilefni dagsins.

Góð kveðja af landsbyggðinni

Guðný Jóhannesdóttir, 21.6.2008 kl. 19:47

7 Smámynd: tatum

Mikið óskaplega er fólk útiá landi viðvæmt þegar það er gagnrýnt.  Ég held að fólk þar þjáist allverulega af minnimáttarkennd.   Það heyrist allavega ekki mikið í landsbyggðinni þegar störf eru tekin af latteliðinu og sett í einhvern afdal.  Ef 101 latteliðið hefði sama atkvæðisgildi á þingi og afdalaliðið, er ég viss um að myndi heyrast í ykkur, en það virðist vera einkaréttur afdalafólks að kvarta.  Alltaf er viðkvæðið 101 lattedrekkandi fólk.  Og svo get ég fullyrt að afdalafólkið hefur heldur betur gagnrýnt 101 latteliðið þegar það hefur orðið ófært í HÖFUÐBORGINNI" Já þá hefur ekki vantað niðrandi talið frá ykkur, en þið gerið ykkur kannski ekki grein fyrir að það er jafnlangt frá breiðholti og niðri bæ eins og er á milli kaupstaða úti á landi.  þið færuð þá leið ekki fótgangandi í óveðri.  En þið megið útata nágungann en þolið ekki smá bakþanka.  Eins og hefur komist í tísku útiá landi að kalla Reykjavík "borg óttans" þar hef ég alveg mínar skýringar þið óttist svo að ganga útivið og ekki þekkja alla eins og í því umhverfi sem þið eruð í, allir vita allt um alla og ekki hægt að skreppa útí búð nema allir viti.

Mér finnst þetta hallærislegur pistill, hjá þér Guðný

tatum, 21.6.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Mér finnst gott að hann kom við kauninn á þér Tatum það var ætlunin

Guðný Jóhannesdóttir, 21.6.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott hjá þér Guðný

Sigrún Jónsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:33

10 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

gó...Guðný... þú er flottust...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.6.2008 kl. 23:04

11 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já, fínt Guðný - og greinilegt að fleiri en við landsbyggðarfólk er viðkvæmt fyrir gagnrýni sbr. liðið sem svarar þér en þorir þó ekki að gera það undir nafni.

Guðrún Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 17:51

12 identicon

Þakka þér fyrir umræddan pistil. Þótt í miðbænum í Reykjavík búi vel meinandi fólk þá er miðbæjarhrokinn eða öllu heldur miðbæjarþröngsýnin stundum alveg óþolandi.

Jón

Jón Torfason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 08:18

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Flott hjá þér Guðný. Frábær grein og vonandi vekur hún 101 Reykjavík til umhugsunar.

mbk frá Ak

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 11:58

14 identicon

En hvað var málið með allt þetta "kæra"... Var þetta ekki svolítið yfirdrifið af annars vel skrifandi manneskju?

Berglind Björk Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband