Ég á bara yndislega börn

Kallinn er farinn í fjögurra daga útlegð og á meðan fæ ég að kynnast lífi hinnar einstöku móður, aftur og enn.

Samið var við börnin þrjú í gær um að sína nú allar sýnar bestu hliðar á meðan pabbi er í burtu. Samningaviðræður við börn virka.

Í gær þurfti ég lítið sem ekkert að sinna húsverkum og voru þau innt af hendi af litlum álfum sem brosandi snérust í kringum mömmu sína.

Í nótt var mín gætt af þremur börnum sem staðhæfðu að ekki gengi að láta mömmu sofa eina

Í morgun fundu allt í einu allir sín föt, tóku til morgunmat og voru að útbúa nesti þegar ég kom niður eftir sturtuna.

Á morgun er ég búin að lofa ís ef allir verða duglegir. Kannksi er það ísinn sem dugar en ég held samt að það sem sé að skila sér sé hversu yndisleg börn ég á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Sæl frænka.  Þú lætur okkur fylgjast með hvort þetta endist!  En ég er viss um að þú átt góð börn. Bestu kveðjur.

Eyþór Árnason, 13.11.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þau koma oft á óvart þessar elskur.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Börnin bræða mömmuna, en mundu að ísinn bráðnar af sjálfu sér, he he ...
Fallegur pistill um börnin þín sem eru örugglega yndisleg eins og mamman :)

Hólmgeir Karlsson, 14.11.2007 kl. 00:18

4 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Ég get vottað að yngsta barnið þitt er yndislegt, hin þekki ég minna en trúi þér samt;-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 00:51

5 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Takk fyrir þessi komment en jú frændi þetta endist var að koma af foreldrafundum í skólanum og hef víst ástæðu til þess að brosa út af eyrum. Góð ástundun, góð hegðun og góð börn.

Sigga, ég fór í gegnum það með strákunum í morgun hvað ætti að gera ef það kviknaði í. Sá eldri ætlaði að hringja í neyðarlínuna en hinn ætlaði að fara í kirkju :)

vona að þið eigið góðan dag

Guðný Jóhannesdóttir, 14.11.2007 kl. 10:52

6 identicon

Ef aldrei efast eitt augnablik um ágæti barnanna.

En hvað ætlaði Skírnir að gera í kirkjunni?

Mamma (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:30

7 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Mamma Skírnir Már hefur þá trú að kirkjan guð og Sigga prestur hafi öll svör á reiðum höndum. Þannig að ef kviknaðr í ætlar hann að sjálfsögðu að leita til kirkjunnar eftir aðstoð.

Hann ætlar líka að vera kirkjugarðsvörður og vinna í kirkjugarðinum og kirkjunni þegar hann verður stór

Guðný Jóhannesdóttir, 15.11.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband