Hvað með stjúpforeldra?

Við hjón búum með þrjú börn á okkar heimili sem við eigum úr fyrri sambúðum ekki vildi ég þurfa að fá skriflegt leyfi til þess að skipta um lögheimili þar sem við búum ekki einu sinni á sama landshorni og þeir aðilar sem eru með sameiginlegt forræði.

Hvað með þá sem börnin búa ekki hjá og mega flytja eins og þeir vilja en ekki þeir sem börnin eru hjá. Þetta eru mjög flókin mál en numer eitt tvö og þrjú er að börnin fái að umgangast blóðforeldri sín eins og hægt er miðað við búsetu og annað.

Eins mætti líka skoða að þeir sem ekki framfleyta börnum sínum eða skipta sér af þeim fái samt að halda sameiginlegu forræða alveg sama hvernig þeir brjóta á sér.

 Eins er ég stjúpforeldri og mér finnst vanta að skoða betur réttindi stjúrforeldra og stjúpbarna þeirra.

en þetta er bara mín skoðun


mbl.is Sameiginleg forsjá kostur fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Lögheimilisbreyting barna er skilyrðum háð þar sem verið er að passa upp á aðbúnað barna og heill þeirra vegna skólaskipta og fleira. Þess vegna er ástæða til þess að báðir foreldrar komi að máli og séu sammála, barnanna vegna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.11.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk fyrir þessa athugasemd, það er ótrúlega sjaldan í þessu þjóðfélagi samsettra fjölskyldna sem heyrist talað um tengsl stjúpforeldra og stjúpbarna. Það er einhvernveginn verið að þegja stjúpuna og stjúpann í hel, fólk notar ekki einu sinni þessi hugtök heldur talar um fóstra eða fóstru. Sem er ekki það sama og gerir alla umræðu um þessi tengsl ómarkvissa og innihaldslausa.  

Guðrún Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 18:55

3 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Takk fyrir það Guðrún gæti opnað mig mun meira en tel það ekki við hæfi, ekki hér alla vega.

En komi eitthvað upp á er stjúrparnið réttlaust á umgengni við það foreldri sem gengið hefur því í móðu eða föðurstað í einhver ár. Þó stjúpforeldri komi að sjálfsögðu aldrei í stað þess foreldris sem tengist barninu blóðböndum eru tilfinningatengslin oft á tíðum engu minni. Það þekki ég úr mínu tilviki.

Guðný Jóhannesdóttir, 9.11.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það áttu einmitt sér stað afar heitar umræður í vinnunni í dag, um börn og þeirra stöðu við skilnað foreldra. Þetta er alltaf viðkvæmt mál og afar vandmeðfarið.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég ætlaði líka að segja að þessi spurning sem þú veltir upp, er afar áhugaverð og ég hef aldrei spáð í þetta. hef heldur aldrei heyrt neina konflikta eða umræðu um þetta. Auðvitað á foreldri sem vill sameiginlegt forræði en barnið býr ekki hjá, ekki að hafa leyfi til flutninga frekar en það foreldri sem barnið býr hjá.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband