31.10.2007 | 15:20
mesta umhverfisslys íslandssögunnar
Ég er ekki frá því að þessi vikjun sem hvernig sem á það er litið mesta umhverfisslys íslandssögunnar. En það sem fyndnsat er er sú staðreynd að hún bara kom hægt og hljótt meðan umhvefisverndarinnar voru of önnum kafnir uppi á Kárahnjúkum til þess að taka eftir því hvað var að gerast í bakgarðinum hjá sér.
Held að mætti stílfæra þetta í ansi hreint góða dæmisögu
Meta þarf hvort setja eigi hreinsibúnað á virkjanir á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki bara að menn vilji virkja um allt á Hengilssvæðinu, heldur á að bora í kringum Trölladyngju og í Brennisteinsfjöllum. Mér finnst sem kominn sé tími á að ákvarða hvaða svæði á að vernda og hvaða svæði á að nota fyrir orkuöflun. Síðan skil ég ekki, af hverju stöðvarhús og leiðslur geta ekki verið neðanjarðar. Eða af hverju dreifa þarf borteigum út um allt, þegar bortækni gerir mönnum kleift að bora í alls konar vinkla og beygjur. Gufan er hvort eð er leidd fleiri hundruð metra í leiðslum frá borholu að stöðvarhúsi.
Marinó G. Njálsson, 31.10.2007 kl. 15:42
Mesta umhverfisslys Íslandssögunnar? Í hverju er umhverfisslysið fólgið? Það má setja upp hreinsunarbúnað á þær, gott að hvetja til þess, ég er sammála því. Ef það væri gert, væri þá umhverfisslysið búið? Eða er það sjónmengunin sem þú ert að tala um? Ef afkomendur okkar ákveða að þessar virkjanir séu ekki af hinu góða þá má rífa burt leiðslurnar og húsin og loka holunum. Skaðinn á umhverfinu sjálfu bliknar gjörsamlega í samanburði við það að reisa tröllvaxnar stíflur og mynda svo stór lón að þau hafa teljanleg áhrif jarðskorpuna líkt og Hálslón gerir. Framtíðar kynslóðir gætu, ef þær vildu, hleypt úr lóninu en eftir stæðu gróðursnauðar leirur og risavaxnar stíflur sem verða aldrei fjarlægðar.
gummih, 31.10.2007 kl. 16:06
Ef þú taldir þetta mesta umhverfisslys Íslandssögunnar, má ég þá spyrja hvað þú gerðir til að vekja almenning til umhugsunar um þetta á meðan við umhverfissinnar vorum að berjast við vindmyllur varðandi Kárahnjúkavirkjun?
Birgitta Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 16:26
Nú veit ég hvað þarf til þess að láta kommentin flæða hér inn :) en þetta var alls ekki illa meint mér finnst þetta virkjun bara svo hræðilega ljót og verð að segja að mér finnst þetta eina ljóta virkjunin sem ég hef séð enn sem komið er hér á landi en játa einnig að ég hef ekki séð þær allar.
Guðný Jóhannesdóttir, 31.10.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.