Alltaf þurfti ég að borða mín gæludýr

Sem kattareigandi myndi ég seint leggja mér gæludýr mín til munns en bendi þó á þversöginin á þessu.

Í minni sveit komu á hverju vori falleg lömb sem ég dundaði mér við að gera gæf og hæna að mér. Oftar en ekki mátti ég éta eitthvert þeirra reykt um jólin.

Mánaðarlega fæddust líka sætir kálfar og fékk ég það hlutverk að gefa þeim að drekka og í leiðinni voru þeir að sjálfsögðu gerðir að mínum gæludýrum. Ári síðar át ég hakk.

Ætli sé þetta haustið ekki búið að slátra á þriðja hundrað þúsunda lamba sem grillast, steikjast og sjóðast sem aldrei fyrr. Ég opna varla það blað sem ekki bíður upp á uppskriftir af þessum uppáhalds skeppnum mínum.

Við erum jú dýraætur, flest okkar, ég myndi að vísu seint og hugsanlega aldrei leggja mér hund og kött til munns en væri það siðferðilega rangara en að éta lamb eða kálf???

Er nema von að maður hugleiði.


mbl.is Hvernig matreiðir þú kött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er sammála þér að vissu leyti. Það er ekkert athugavert að borða kjöt af hvaða skepnu sem er ef það er venja í þínu landi. Hins vegar finnst mér að hver og einn eigi að velja sjálfur og í sumum menningarsamfélögum eru dregin ákveðin mörk. Við myndum til að mynda aldrei mæla með mannáti þótt það hafi verið viðtekin venja í ákveðnum samfélögum. Grein um kattaát hér á landi er í besta falli smekkleysa og í versta falli hvatning til veikra einstaklinga sem leika sér að því að pynta dýr. Þeir eru nefnilega margir og vinur minn varð fyrir því að unglingar tóku köttinn hans og hjuggu af honum rófuna.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.10.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Steingerður, Pyntingar á dýrum hafa ekkert með það að gera hvort það má borða þau.  Það má ekki pynta lömb en það má borða þau.

Almenna reglan í náttúrunni er að dýr borða ekki aðra einstaklinga af sömu sort.  Þar er maðurinn engin undantekning heldur einungis hluti af náttúrunni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.10.2007 kl. 12:29

3 identicon

Sæl Guðný.

Ég les bloggið þitt  alltaf af og til og hef gagn og gaman af.

Ég skil svo vel hvað þú ert að fara hér. Ég á tvo stráka sem mega ekki borða prótein og þess vegna alls ekki kjöt og mér er alltaf svo minnisstætt þegar þeir voru litlir og spurðu einlægt þegar lambalærið var sett á borð: Mamma, hvað er þetta? Og ég svaraði: lambalæri. Eftir smástund kom: Já en mamma, hvað VAR þetta?? Og hvað átti ég að segja? "Löpp af kind"!!

Erla Einarsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband