Að njóta stundarinnar - þegar hún gefst

Já, það hefur svo sannarlega leikið við mig þetta líf þessa undan gengnu viku. Krakkarnir fóru í frí til "hinna" sl. föstudag og höfum við því verið bara tvö ein í kotinu þessa vikuna.

Ég hef komist að því að fólk sem á ekki börn það þarf ekkert að gera nema stundum. Allt í einu hætti þvotturinn að vaxa upp úr gólfunum á Suðurgötunni, það hefur enginn verið þar sísvangur og það er hægt að hlusta á þögina.

Við hjónin höfum notað þessa viku vel, skellt okkur í fjöruna að veiða, farið í gönguferðir, gert ekki neitt og legið í sólbaði þess á milli. En nú er komið gott. Mikið hlakka ég til að fá börnin mín heim í kvöld. Stefnan hefur verið tekin á fyrstu útilegu sumarsins og í kvöld verður eldað kaffi að hætti Skírnis. Það er hitað vatn sett í það kakó og borðaðar kringlur eða kleinur. Þessar stundir í fellihýsinu eru okkar eftirlætisstundir og við ætlum að nota okkar hluta sumarins með börnunum okkar til hins ýtrasta.

Það er gott að vera barnlaus stundum en það jafnast ekkert á við það að eiga börn og það nokkur. Og ekki er verra að eiga frábæran maka til þess að deila þessu öllu með. Það er jú ekki sjálfgefið að það gangi upp. Hvað þá smellpassi eins og í okkar tilfelli.

Í dag svíf ég á mínu bleika skýi yfir fögrum Skagafirði, lífið er ljúft lífið er dásamlegt og ég er heppin.

Ég skora á ykkur bloggverjar góðir að njóta stundarinnar þegar hún gefst. Enginn veit hvaða farangur morgundagurinn dregur með sér. Lifum í dag, njótum í dag og þökkum fyrir það sem við eigum.

Sveitastelpa í sæluvímu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vel sagt og spaklega. Kveðjur í Skagafjörðinn minn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.6.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband