13.6.2007 | 09:33
-Þess vegna eiga sumir menn menn elskan mín
Þetta var það síðasta sem eiginmaður minn sagði við mig á mánudsagskvöldið áður en hann fór að sofa. Ástæðan var einföld. Þegar við fluttum á Krókinn í desemberbyrjun keyptum við okkur 99 ára gamalt hús. Húsinu hafði verði vel við haldið og var í topp standi utan sem innan. Okkur langaði þó að smátt og smátt sækja þetta gamla aftur. Það er bak við alla veggjapappa er panell og undir gólfefnum húsins leynist þetta líka prýðilega furugólf. Það var því gert fimm ára plan. Síðan var eldhúsið málað og panellinn sóttur, eitthvað fannst okkur innréttingin lítil svo við ákváðum að kaupa auka skápa inn í eldhúsið. Til þess að koma þessum auka skápum fyrir þurfti að rífa einn gamlann og færa ískápinn og rífa þá annan gamlann. -Ekkert mál, sagði húsfreyjan (ég). Við gerum þetta nú bara með annari samhliða vinnunni, bætti ég við. En þegar skáparnir voru farnir kom líka gat á gamla gólfdúkinn og þá var nú ekki um annað að ræða en rífa allt af og pússa gólfið. Aftur sagði ég; -Þetta er ekkert mál og þetta verður svo flott að við verðum búin að taka stofugólfið fyrir jól. Jú og mála stofuna og veggfóðra svo sem eins og einn vegg. Og síðan langar mig að skera burt pappann uppi á lofti og sækja panilinn þar. Þetta verður ekkert mál stefnum á að vera búin fyrir jól, sagði ég og var orðin áköf við tilhugsunina um endalausar framkvæmdir með frábærri útkomu. Ég sá að bóndinn var ekki jafn hress og sagði því hughreystandi við hann; -Svona er að vera giftur konu elskan mín við þurfum alltaf að gera allt strax. Svarið kom um hæl og alla leið frá hjartanu. Já það er þess vegna sem sumir menn eiga menn elskan mín.
Athugasemdir
Snilldargott svar.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:07
Yndislegt sögukorn!! Alger snilld.
Forvitin að vita hvort þið hjónin eruð Skagfirðingar.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2007 kl. 13:24
Sæl Helga Guðrún í dag erum við bæði Skagfirðingar en hér áður var ég Eyfirðingur
Guðný Jóhannesdóttir, 13.6.2007 kl. 14:51
"var ég Eyfirðingur"??? Hvað meinarðu kona? Þá get ég nú alveg eins sagt að ég sé orðin Dani! En það gerist nú seint.. Var, er og mun alltaf verða Eyfirðingur!! Og geri ráð fyrir því sama um þig kæra frænka Hlakka til að sjá ykkur í ágúst!
kossar og knús frá køben,
sd
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 12:05
Múahahaha, ég er búinn að snúa henni Sigga Dóra
Karl Jónsson, 15.6.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.