25.5.2007 | 10:15
Guðni formaður og hvað svo
Guðni Ágústsson er orðin formaður Framsóknarflokksins og verður spennandi að sjá hvað hann gerir í stöðunni.
Það er ljóst að flokkurinn er í tilvistarkreppu enda hefur hann étið sjálfan sig upp innan frá síðast liðin ár og ljóst að gera þarf ærlega vorhreingerningu, henda úr rusli og byrja að nýju.
Held að Guðni sé rétti maðurinn í verkið og komi Siv honum til aðstoðar verða þeim allir vegir færir. Nú eða jafnvel Maggi Stef. Tel að það þurfi að gefa gamla Halldórs arminum frí og það langt frí.
En þetta er bara skoðun fyrrverandi framsóknarmanns og þarf ekki á nokkurn hátt að endurspegla skoðanir þeirra sem í dag telja sig til framsóknarmanna þó þeim fara ört fækkandi.
Sendi mínum gömlu félögum og þá sérstaklega hinum ekta framsóknarmönnum baráttukveðjur.
Athugasemdir
Það er eitthvað sem segir mér í þessu að þú sért ekki hrifin af Valgerði, síðasta bóndanum á hinu háa Alþingi
Rúnar Birgir Gíslason, 25.5.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.