24.5.2007 | 15:24
Strákarnir í sveitinni - Leiðari Feykis í síðustu viku
-Við strákarnir í sveitinni erum ekki mikið fyrir að hanga í tölvum, segir Friðrik Andri Atlason í viðtali við Feyki í dag. Þessi setning fékk mig enn og aftur til þess að óska þess að strákarnir mínur væru svo lánsamir að alast upp í sveitinni. Móðurhjartað tekur kipp þegar ég sé þá í námunda við sauðkindina en fær sársauka kipp þegar þeir koma með misgáfulegar athugsasemdir um sveitalífið. Erum við að ala um kynslóð sem að stórum hluta fer á mis við sveitina, sem þekkir ekki mun á kind og kind? Minn draumur er að í hverjum bæ sé komið upp frístundaútihúsum þar sem hægt sé að skrá sig líkt og í skólagarðana forðum. 1 ráðsmaður hefur yfirumsjón með húsunum en síðan geta börnin, og ofuráhugasamir foreldrar, skipt á milli sín að koma og moka skít, gefa og hirða skepnurnar. Á Króknum gæti þetta verið uppi á Nöfum og ég er þess handviss að það má finna góðar staðsetningar fyrir svona byggð í öðrum sveitafélögum á Norðurlandi Vestra. Hugsið ykkyr sérstöðuna; Komið til okkar, búið í bæ, starfið í bæ en sendið börnin í sveit og heim aftur, gangandi og það á hverjum degi. I love it.
Athugasemdir
Fjósalyktin er af henni!!
Karl Jónsson, 24.5.2007 kl. 15:49
Ég hugsa oft á sömu nótum, mikið vildi ég að dætur mínar gætu upplifað það sem ég prófaði. Að vakna á morgnana og rölta með afa út á tún og sjá nýfædd lömin eins mjúk og þau eru. Hjálpa afa að merkja þau og allt það stúss.
Mínar dætur vita meira um svín og slöngur en t.d. kindur, enda kindur ekki algengar í Danmörku. Sú eldri spurðu um daginn þegar amman sendi bókin um íslensku dýrin: „Pabbi, afhverju eru ekki svín í bókinni?"
Rúnar Birgir Gíslason, 25.5.2007 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.