Rakst á þetta á netinu

Ég rakst á þetta á netinu og fannst textinn eiga við margt sem gerst hefur í kringum mig síðustu vikur.  

 Áfallið er þungt en i því felst gjöf. Ég veit að ég tek sterkt til orða, jafnvel harkalega, en sannleikurinn er sá að aðeins vitundin um dauðann gerir okkur ljóst hvað lífið er í raun og sann. Þegar þú stendur á brúninni og hugleiðir stórfengleika þess þá veistu í raun hvert gildi það hefur fyrir þig. Og aðeins af brúninni færðu séð það allt – þarna blasir það við, jafn skelfilegt og það er fagurt.

Sum okkar koma að brúninni snemma, önnur seint; sum okkar munu koma alveg fram á brúnina og hörfa margsinnis til baka, en á endanum er það ekki okkar að velja.  Á endanum verður hvert og eitt okkar að taka flugið.

Ég hef lært að nema staðar af og til og íhuga hvað mér þætti um líf mitt ef ég ætti að deyja á morgun. Það kann að hljóma undarlega en mér finnst það gott vegna þess að það heldur mér í snertingu við einhvers konar sannleika. Það hefur kennt mér að það sem ég sé eftir er það sem ég lét ógert – orð sem ég sagði ekki og tækifæri sem ég lét ganga mér úr greipum. Að sjá brúninni bregða fyrir er áminning um þann fjársjóð sem lífið er.

Það er erfitt að fara alveg niður á botn gjárinnar, vegna þess að þú getur í rauninni aðeins farið þangað einsömul.  En ef þú neyddist ekki til að fara myndirðu aldrei komast að því hversu mun bjartar stjörnurnar skína þar niðri, hversu mun nær þær virðast þegar myrkrið er algjört.  Haltu fast í sýn þína á stjörnurnar.  Það er gjöf.  Gráttu eins mikið og þú þarft, talaðu við fólk eins mikið og þú þarft og vertu hljóð og róleg þegar þér líður þannig.  Láttu engan segja þér að þú skulir örvænta eða örvænta ekki.  Þú getur ekki brugðist við á rangan hátt.  Mundu bara eftir stjörnunum.  Þær eru þínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er fallegur texti. Gangi þér vel Guðný mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.5.2007 kl. 10:21

2 identicon

hæ hæ.. velkomin aftur í bloggheima! ég verð dugleg að fylgjast með hafið það sem allra best!

bestu kveðjur frá Köben,

Sigga Dóra 

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband