Hroki höfuðborgarfjölmiðlamanna

Ég hef upp á síðkastið aðeins verið í sambandi við kollega mína úr höfuðborginni. Fyrir viku hringdi í mig fjölmiðlamaður af ónefndri stöð og bað mig að koma sem álitsgjafa í kjördæma þátt. Hann vissi að ég var staðsett í Skagafirði, hann vissi að stöðin hans var búin að fjalla um norðvesturkjördæmi, HANN VISSI EKKI AÐ SKAGAFJÖRÐUR TILHEYRIR EKKI NORÐAUSTURKJÖRDÆMI, mér var til þess að byrja með skemmt yfir þessu en síðan kom næsta símtal.

Fjölmiðlamaður að biðja mig um mitt álit, ekki málið enda get ég blaðrað út í eitt. Síðan sagði hann við mig í föðurlegum tón. "Ég byrjaði nú líka á héraðsfréttablaði. þetta er góður stökkpallur"

Sjálf byrjaði ég á vinsælu tímariti og fékk tilboð frá sjónvarpsstöð en afþakkaði það til þess að flytja aftur noður í land og fara að vinna á Degi sáluga.

Það er nefnilega ekki allir haldnir þeirri þörf að búa á höfuðborgarsvæðinu. Ég lít á það sem forréttindi að geta búið úti á landi með öllum þeim fríðindum sem því fylgir. Ég valdi að búa ekki í Reykjavík því mér líkaði það ekki. Ég valdi að ala börnin mín upp í nálægð við náttúruna og sveitina. Ég þarf ekki að nota vinnu mína hér sem stökkpall til Reykjavíkur því ég notaði Reykjavík sem stökkpall til þess að fá vinnu við mitt hæfi úti á landi.

Ég skora á fjölmiðlamenn stóru miðlanna að eyða tíma úti á landi. Koma og upplifa hvað er hér að gerast og kynnast þeim frumkrafti sem býr í brjósti okkar landsbyggðarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hæ velkominn á bloggið og ansi er ég mikið sammála þessum skrifum þínum.

Júlíus Garðar Júlíusson, 12.4.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

takk fyrir það Júlli minn já veistu ég held að ég sé að verða landsbyggðarhrokagikkur ef það er á annað borð orð.

Guðný Jóhannesdóttir, 12.4.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Velkomin í bloggheima. Var gaman að sjá þér bregða fyrir hér :) ...  "landsbyggðahrokagikkur" er það ekki bara annað orð yfir "verndara grunn atvinnuveganna" .....  hvað ertu annars að bauka í Skagafyrðinum?

Hólmgeir Karlsson, 12.4.2007 kl. 17:55

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

úbs.... ætlaði nú ekki að skrifa Skagafirði með y lon  en hann er sjálfsagt jafn fagur þannig

Hólmgeir Karlsson, 12.4.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Sæll Hólmgeir já ég flutti hingað til þess að taka við héraðsfréttablaðinu Feyki og líka til þess að komast nær fjölskyldunni og hinum fagra firðinum.

Guðný Jóhannesdóttir, 12.4.2007 kl. 20:20

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhahahaha, þú fórst sem sagt hamingjuleiðina ... byrjaðir á "botninum" og fórst upp á við! Ég flutti á Skagann fyrir rúmu ári og er að springa úr gleði. Strætóast reyndar daglega til vinnu í bænum en það er bara notalegt. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 20:37

7 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Já Gurrí það fannst mörgum að ég væri á botninum þegar ég var hjá Séð og Heyrt ekki vissum að Bjarni og Kristján taki undir það. Já ég hef fylgst með þér lengi og hef gaman af strætóævintýrum þínum.

Verð að kaupa nýju vikuna og sjá þetta með þrifin :)

Guðný Jóhannesdóttir, 12.4.2007 kl. 20:43

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott hjá þér Guðný mín og gaman að heyra í þér aftur.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.4.2007 kl. 10:12

9 identicon

Ég skil hvað þú ert að fara. Ég bjó á Króknum á tímabili; man eftir símtölum við Reykvíkinga þar sem ég sagðist vera að hrinjga af Sauðárkróki og vera þá spurður "hvar er það í bænum" ?

... ég fann þessa síðu þina annars fyrir algjöra tilviljun 
- gaman að því, ég og kona mín höldum einmitt úti bloggi - ágætis dægradvöl:
kær kveðja,
Hannes Kristjánsson af Kaupangi
http://www.grandakaffi.blogspot.com/

Hannes Kristjansson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:16

10 Smámynd: Kári Sölmundarson

Það er einhver sjálfhverfishvöt að  pína sig til að búa innan um þetta soyja latte lið.

Kári Sölmundarson, 16.4.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband