Leiðari Feykis í síðustu viku "Veislan á enda?"

Er veislan á enda ?

 

Ég verð að játa að ég verð nánast þunglynd á því að horfa á fréttatíma, lesa blöð, netmiðla og blogg þessa dagana. Samkvæmt þessum miðlum öllum er komin kreppa, veislan er á enda. Bankarnir hafa þegar gripið til ráðstafanna. Þeir lána ekki lengur nema séra Jónum og nú að á segja upp, gjaldkerum. Glitnir reið á vaðið með því að loka útibúi sínu í Smáralind og segja upp þeim gjaldkerum sem þar starfa og verður “spennandi” að fylgjast með hvað hinir gera. Eins er ég svolítið spennt að fylgjast með því hvernig veisluhöld yfirmanna þessara sömu banka verður háttað þennan veturinn. Síðustu ár hefur hóp “bestu viðskiptavina” og “bestu starfsmanna” þessara stofnanna verið boðið í veislur vítt og breytt um heiminn. Flug með einkaþotum, íslenskar stjörnur með í farteskinu svo engum þurfi að leiðast og vín eins og hver og einn getur í sig látið. Allt virðist þetta, ef eitthvað er að marka fréttir, hafa verið fjármagnað með lánum, áhættufjárfestingum og yfirdráttarvöxtum hins venjulega íslendings sem reynt hefur eftir fremsta megni að leika með. Tekið lán til að kaupa bréf sem síðar áttu að breytast í mikla peninga, stundum tókst það og stundum ekki. Teningnum hafði verið kastað og allir ætluðu að verða ríkir á pappírskaupum og sölum einum saman, hin íslenska útrás var hafinn og það með stæl. En síðan kom að hinu stóra Úppsi. Krónan hélt ekki, peningarnir hurfu jafnóðum og þeir höfðu orðið til og heftinu var lokað jafn hratt og það opnaðist á sínum tíma. Það var kominn kreppa. Eða hvað? Ég veit það ekki, alla vega þurfum við sem þjóð aðeins að hægja ferðina og lifa ekki alveg svona hátt, leggja merkjavörunni og snobbinu um tíma. Ég veit að þetta er einföldun en ég held líka að verið sé að gera úlfalda úr fiskiflugu. Jú við þurfum að hægja ferðina en ég er hræddum að þeir sem hafa hingað til lifað á erfiðum krepputímum kalli þetta ekki kreppu heldur tímabundna takmarkaða lausafjárstöðu. Kæru bankaforstjórar, sem trúlega allir lesið Feyki, hlífið gjaldkerunum og sleppið veislunum, það gæti dregið úr atvinnuleysi og minnkað áhrif “kreppunnar” veisluna skulum við síðan halda í sameiningu síðar. Tja, svona þegar við höfum efni á því.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill Guðný!

Kreppan kemur alltaf samfara kjarasamningum og þótt hún sé eitthvað áþreifanlegri nú en oft áður, held ég að krepputalið eigi eftir að hljóðna aðeins eftir undirritun samninga.

Sigrún Jónsdóttir, 26.2.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mæl þú manna heilust Guðný mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband