Hinir gerðu það líka?

Þetta eru rök sem er ekki bjóðandi nema þá hjá ungum börnum. Hins vegar má alveg fara að íhuga hvort ekki sé mál að linni um þetta mál eða öllu heldur persónu Þorsteins Davíðssonar sem lítið hefur gert af sér annað en vera sonur föður síns.

Fer nú ekki að koma eitthvað annað mál til að rífast yfir


mbl.is Oft gerst að ráðherrar fari ekki að áliti álitsgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misörlátir jólasveinar

Ég sótti son minn í skólann í hádeginu sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir hvað að umræðu efni dagsins var að sjálfsögðu spurningin “Hvað fékkst þú í skóinn?” Sonur minn fékk hulstur utan um tannburstann sinn og var alsæll með það. Annar hafði fengið tómat og hinn þriðji gulrót. Heyrðist þá sagt utan úr horni -hann fékk bara hulstur en ég fékk dvd mynd, sagði lítil skotta. –Þetta er sko jól í Latabæ ekkert smá flott, bætti hún við. Við mæðgin meðtókum skilaboð hennar og héldum heim á leið. Spurði þá sá stutti mig allt í einu af hverju jólasveinninn gæfi sumum mynd en öðrum eitthvað minna. –Ég er rosalega ánægður með mitt sko, en ég hefði alveg viljað fá mynd líka, sagði hann og var hálf hissa á mismiklu örlæti sveinka. Sjálf vonast ég til þess að Sveinarnir 13 lesi leiðara Feykis og hafi það í huga að öll trúa börnin nú á sömu sveinana 13 og skilja því lítið í því að þó að þau séu þæg og góð komi meira í suma skó en aðra. Hvaða skilaboð erum við að senda börnum okkar með því að þiggja af jólasveininum gjafir upp á fleiri þúsund þrettán daga í röð fyrir jólin. Erum við með því að segja að því dýrari því betri og að ódýrar gjafir séu ekki líka góðar gjafir. Kannski er ég bara svona gamaldags en þetta er eitthvað sem mér finnst að sveinarnir þurfi að hafa í huga.   

Gul, græn, rauð og blá jól

Fyrir nokkrum mánuðum tók ég meðvitaða ákvörðun um að breyta örlítið um lífsstíl og fara að hreyfa mig meira. Má reyndar ekki fara mér geyst í þeim efnum og ákvað því að notfæra mér það að ganga í og úr vinnu í hvert sinn sem ég þarf ekki á bílnum að halda vinnulega séð. Fæ út úr þessari hreyfingu 2 – 4 kílómetra á dag eftir fjölda ferða.  Það er skemmst frá því að segja að þessi ákvörðun hefur reynst mér frábærlega. Það er fátt sem kemur manni betur inn í daginn en góður göngutúr í góðum félagsskap því öll fjölskyldan gengur nú saman út í daginn. Í morgun stóð ég mig að því þar sem ég gekk eftir Hólaveginum hér á Sauðárkróki að gleyma mér örlítið, já ég hreinlega breytist í lítið barn. Með tölvutöskuna á bakinu húfu og trefil hef ég trúlega, ekki síst smæðar minnar vegna, minnt meira á skólabarn en “virðulegan ritstjóra” ég hreinlega gleymdi mér í því að skoða hin ýmsu jólaljós og skreytingar sem fyrir augu mín báru á þessari leið. Gul, græn, rauð og blá, snjókallar jólasveinar og hreindýr allt uppljómað í anda jólanna. Brosið og jólaskapið sem þessi sjón kveikti hjá mér lifir inn í daginn og nær vonandi að smita út frá sér. Mig langar að skora á ykkur lesendur góðir að taka ykkur smá tíma núna á aðventunni og njóta þess að horfa í kringum ykkur, upplifa og meðtaka boðskap jólanna. Prófið að leggja bílnum einn dag, það er sé það mögulegt, og gangið til vinnu ykkar. Ég er sannfærð um að sá dagur á eftir að reynast besti dagur vikunnar.

 

Nú er gott að eiga sitt tré í kassa

Og geta tekið það upp á Þorláksmessu alltaf jafnt, hrinur ekkert af því og ilmurinn kemur bara með greinunum :)

 

Mæli með þessu


mbl.is Á nálum yfir jólatréssölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún á afmæli í dag

Ská dóttir mín hún Rebekka Rán er ellefu ára í dag. Við hringdum í hana upp úr sjö í morgun og sungum afmælissönginn. Til hamingju með daginn skvís.

Annars heldur bara áfram að ganga svona vel í einsemdinni og krakkarnir aldrei duglegri. Fór í þrjú foreldraviðtöl þar sem lýsingarorðin á börnunum mínum voru svona

Frábær, kurteis, fer eftir reglum, vinnusöm, vinnusamur, iðinn, vinnur vel, alltaf jákvæð/ur og svona gæti ég haldið áfram

Börnunum var boðið út að borða í gærkvöldi og ís heima á eftir til þess að halda upp á þetta.

Annars allt gott skelli mér suður með tengdó og verð því í borg óttans fram á sunnudag.

 


Ég á bara yndislega börn

Kallinn er farinn í fjögurra daga útlegð og á meðan fæ ég að kynnast lífi hinnar einstöku móður, aftur og enn.

Samið var við börnin þrjú í gær um að sína nú allar sýnar bestu hliðar á meðan pabbi er í burtu. Samningaviðræður við börn virka.

Í gær þurfti ég lítið sem ekkert að sinna húsverkum og voru þau innt af hendi af litlum álfum sem brosandi snérust í kringum mömmu sína.

Í nótt var mín gætt af þremur börnum sem staðhæfðu að ekki gengi að láta mömmu sofa eina

Í morgun fundu allt í einu allir sín föt, tóku til morgunmat og voru að útbúa nesti þegar ég kom niður eftir sturtuna.

Á morgun er ég búin að lofa ís ef allir verða duglegir. Kannksi er það ísinn sem dugar en ég held samt að það sem sé að skila sér sé hversu yndisleg börn ég á.

 


Hvað með stjúpforeldra?

Við hjón búum með þrjú börn á okkar heimili sem við eigum úr fyrri sambúðum ekki vildi ég þurfa að fá skriflegt leyfi til þess að skipta um lögheimili þar sem við búum ekki einu sinni á sama landshorni og þeir aðilar sem eru með sameiginlegt forræði.

Hvað með þá sem börnin búa ekki hjá og mega flytja eins og þeir vilja en ekki þeir sem börnin eru hjá. Þetta eru mjög flókin mál en numer eitt tvö og þrjú er að börnin fái að umgangast blóðforeldri sín eins og hægt er miðað við búsetu og annað.

Eins mætti líka skoða að þeir sem ekki framfleyta börnum sínum eða skipta sér af þeim fái samt að halda sameiginlegu forræða alveg sama hvernig þeir brjóta á sér.

 Eins er ég stjúpforeldri og mér finnst vanta að skoða betur réttindi stjúrforeldra og stjúpbarna þeirra.

en þetta er bara mín skoðun


mbl.is Sameiginleg forsjá kostur fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að búa fanga undir lífið "úti"

Ég var í forsvari fyrir atvinnurekstur fyrir tveimur árum síðan og fékk þá símtal frá manni sem hafði dvalið um árabil inni á Hrauni. Eftir að hafa rætt við samstarsfmenn mína ákváðum við að maðurinn hefði tekið út sína refisingu og réðum hann í vinnu. Það er skemmst frá því að segja að maðurinn stóð sig vel og var góður starfsmaður. hins vegar var ég hissa á því hversu illa hann var í stakk búinn að koma aftur út í lífið.

Það er hans biðu skuldir, hans beið blákaldur veruleikinn, veruleiki sem hann kunni ekki að fóta sig í . Það verður að búa þá sem hafa setið lengi inni betur undir það að fara út á nýjan leik. Kenna þeim að fóta sig og styðja við bakið á þeim. Þessi maður var á skilorði og skilorðsfulltrúi hans hafi aldrei samband hvorki við okkur né hann og veitti honum engan stuðning.

Gott mál að verið sé að vinna í þessum málum. Ef við á annað borð ætlum að hleypa föngum út í lífið á nýjan leik er eins gott fyrir okkur að taka vel á móti þeim og aðstoða þá við að fóta sig á beinu brautinni.


mbl.is Unnið verði að markvissri endurhæfingu fanga á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mesta umhverfisslys íslandssögunnar

Ég er ekki frá því að þessi vikjun sem hvernig sem á það er litið mesta umhverfisslys íslandssögunnar. En það sem fyndnsat er er sú staðreynd að hún bara kom hægt og hljótt meðan umhvefisverndarinnar voru of önnum kafnir uppi á Kárahnjúkum til þess að taka eftir því hvað var að gerast í bakgarðinum hjá sér.

 

Held að mætti stílfæra þetta í ansi hreint góða dæmisögu


mbl.is Meta þarf hvort setja eigi hreinsibúnað á virkjanir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikföngin eru okkar

 

Fór í borgarferð um helgina, stutta sem betur fer, en tilgangur ferðarinnar var keppnisferð frumburðarins. Börnin þrjú voru óvenju spennt yfir ferðinni og lá spenningur þeirra aðallega í fyrirhugaðri ferð fjölskyldunnar í risa leikfangaverslunina Leikföngin eru okkar (Toys’r us) Höfðu börnin nurlað saman fé og talið flöskur og nú átti sko heldur betur að versla. Sjálf verð ég að játa að það var ekki laust við að það þyrmdi yfir mig þegar ég kom inn í risavaxna búðina. Leikföng upp úr og niður úr. Úrvalið var endalaust og gylliboð um verðlækkanir héngu um alla búð. Sá yngsti, sem er forfallinn Cars aðdáandi, fór beint inn á einn ganginn benti á bílabraut og sagði ég ætla að fá þessa. Sem betur var innistæða í veski hans fyrir brautinni og gekk hann hróðugur með hana undir hendinni. Sá í miðið átti erfiðari dag enda greip um sig mikill valkvíði. Með vaxandi örvæntingu úr andlitinu gekk hann frá einum gangi yfir í annan. Úrvalið var endalaust. Hann stoppaði loks við þyrlu eina flotta. Þar sem við stóðum og dáðumst að þyrlunni stökk að okkur kona. –Ætlið þið að kaupa hana? Spurði hún. –Ha, nei, ég held ekki, svaraði sonur minn og á einu augabragði var þyrlan horfin. Áfram hélt sonurinn og fann loksins aðra þyrlu sem hann tók undir arminn og sagði; -Svona, ég ætla bara að fá þessa. Við tók löng leið að kassanum og á þeirri leið sagði hann allt í einu, -Eða nei, ég ætla að fá þessa hér, og benti á lögregluþyrluna góðu sem komin var á annan stað í búðinni. Hann hafði því allan tímann haft hug á þyrlunni góðu en þorði ekki að segja það við konuna sem hrifsaði hana svo til úr fangi hans. Við hjónin litum í kringum okkur og sáum út um allt æsta foreldra og öskrandi börn. Allir voru klyfjaðir af leikföngum. Þeir æstustu hlupu á milli tilboðsrekkanna og sópuðu hugsunarlaust upp varningnum. Nú átti sko að græða og það feitt. Skömmustuleg læddumst við hins vegar út með glaða drengi sem hvor um sig báru leikfangapakka á stærð við þá sjálfa. Okkur var litið á pólverjana sem norpuðu úti í kuldanum við vinnu sína. Hvað ætli þeir haldi um okkur kaupglaða íslendingana erum við endanlega búin að missa vitið?

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband